Síða 1 af 1

Hjálp við verkefni í tölvunarfræði

Sent: Fös 26. Sep 2014 15:54
af gingij4
Er að gera verkefni í tölvunarfræði fyrir skólann. Er alveg stop og hef ekki hugmynd hvað ég á að gera.

Fyrirmælin eru eftirfarandi:

Veldisfylki strengs er fylki allra þeirra strengja sem hægt er að fá með því að fjarlægja núll eða fleiri stafi úr strengnum. Það skilyrði fylgir að veldisfylkið er í vaxandi stafrófsröð. Einnig er skilyrði (loforð) að stafirnir í upphaflega strengnum eru í vaxandi stafrófsröð og að enginn stafur er endurtekinn. Auk þess megið þið reikna með að upphaflegi strengurinn innihaldi í mesta lagi 26 stafi (úr stafamenginu {a..z}). Til dæmis er veldisfylki tóma strengsins, "", fylkið sem inniheldur aðeins tóma strenginn, {""}. Veldisfylki strengsins "a", er fylkið {"","a"}. Veldisfylki strengsins "ab", er fylkið {"","a","ab","b"}. Veldisfylki strengsins "ac", er fylkið {"","a","ac","c"}. Veldisfylki strengsins "abc", er fylkið {"","a","ab","abc","ac","b","bc","c"}.

Okkur var svo gefin beinagrind að lausninni. Lýtur svona út:


// Notkun: b = isInPowerArray(x,i,y);
// Fyrir: x er strengur sem inniheldur aðeins stafina
// a,b,...,z (enska stafrófið). Enginn
// stafur er endurtekinn í strengnum og
// stafirnir eru í stafrófsröð. Lengd
// strengsins er því á bilinu 0..26.
// i er hvaða heiltala sem er, y er strengur.
// Eftir: b er satt þá og því aðeins að veldisfylki
// strengsins x hafi strenginn y í sæti i.

static public boolean isInPowerArray( String x, int i, String y )
{
int n = 0;
String[] veldisfylki = new String[]{""};


}

// ÞIÐ MEGIÐ ÚTFÆRA EFTIRFARANDI FALL OG FLEIRI
// HJÁLPARFÖLL EF ÞIÐ VILJIÐ, EN ÞIÐ ÞURFIÐ
// ÞESS EKKI.

// Notkun: a = powerArray(x);
// Fyrir: x er strengur sem inniheldur stafi
// a..z í stafrófsröð, núll eða fleiri.
// Hver stafur má í mesta lagi koma fyrir
// einu sinni.
// Eftir: a vísar á veldisfylki strengsins x.
static public String[] powerArray( String[] x )
{
// ÞESSU ÞARF AÐ BREYTA, EF ÞIÐ ÆTLIÐ AÐ
// NOTA ÞETTA FALL

return null;
}

// Notkun: sort(a);
// Fyrir: a er strengjafylki.
// Eftir: a hefur verið raðað í vaxandi stafrófsröð.

public static void sort( String[] a )
{
// ÞESSU ÞARF AÐ BREYTA, EF ÞIÐ ÆTLIÐ AÐ
// NOTA ÞETTA FALL

}


er einhver hér sem gæti hjálpað mér eða beint mér á rétta braut?

Re: Hjálp við verkefni í tölvunarfræði

Sent: Fös 26. Sep 2014 17:15
af Eiiki
Skal koma með smá hint hvernig hlutirnir skulu vera gerðir, en að útfæra föllinn er eitthvað sem þú verður að gera sjálfur til þess að fá sem mest út úr æfingunni.

Kóði: Velja allt

static public boolean isInPowerArray( String x, int i, String y )
{
   int n = 0;
   String[] veldisfylki = new String[]{""};
   veldisfylki = powerArray(x);
   sort(veldisfylki);
   return veldisfylki[i].equals(y);
}

Ef powerArray() fallið þitt er rétt skrifað og sort() fallið sömuleiðis þá ætti til að mynda eftirfarandi að skila true:
isInPowerArray("abc",7,"c");
isInPowerArray("abc",2,"ab");

EDIT:
og samkvæmt lýsingu fallsins powerArray() á það að vera svona:

Kóði: Velja allt

static public String[] powerArray( String x )

en ekki svona

Kóði: Velja allt

static public String[] powerArray( String[] x )

þ.e. það á að taka inn streng sem viðvang en ekki fylki af strengjum.

Re: Hjálp við verkefni í tölvunarfræði

Sent: Fös 26. Sep 2014 18:35
af GunZi
Bara smá forvitni, en í hvaða háskóla ertu í?

Re: Hjálp við verkefni í tölvunarfræði

Sent: Lau 27. Sep 2014 00:45
af Eiiki
Þetta er í HÍ, 1. árs kúrs í tölvunarfræði

Re: Hjálp við verkefni í tölvunarfræði

Sent: Lau 27. Sep 2014 23:44
af intenz
Ég verð nú bara að segja að þetta er svolítið brútal fyrir 1. ár. Væri eðlilegra að hafa þetta í verkefnalausna kúrs (eins og í HR) þar sem maður þyrfti ekki að forrita þetta, heldur bara að útfæra algrím.

Re: Hjálp við verkefni í tölvunarfræði

Sent: Lau 27. Sep 2014 23:53
af rapport
Ég vil taka hinn pólinn í hæðina og segja...

Lærðu að gera þetta, annars áttu ekki skilið að útskrifast.

Það er alveg nóg um að fólk útskrifist eftir að hafa lært lítið meira en að nota Google...

Re: Hjálp við verkefni í tölvunarfræði

Sent: Sun 28. Sep 2014 05:23
af Lunesta
Félagi minn var að tala um þetta áðan.
Það sem hann gerði var að búa til algebrö lausn
til að finna sætið á string a sem beðið var um og notaði
það á streng a til að bera saman við streng b.

Svona í alvörunni talað lærðu að nota 3 hluti:
1. déskotans GOOGLE, ættir alltaf að geta byrjað og reddað þér þaðan.
2. CompareTo fallið. Til að bera saman strengi hvort þeir eru eins eða ekki.
3. Substring. tekur part af streng og til greinir upphaf og lengd og notar það
fyrir fylkið.

Ef þú kannt á þessa 3 hluti er þetta dæmi álíka einfalt og að fá sér vatnssopa.
But ignore me, er ekki beint edrú.

En gaur, það er lame að byðja um aðstoð svona langt fyrir skil.
amk að reyna lengur áður en þú ferð á netið að spurja fyrir,
restinn af vetrinum verður þyngri og ég geri ráð fyrir því að þú
nennir/vilt ekki að koma og spyrja spurninga um heimadæmin þín í hverri viku

Re: Hjálp við verkefni í tölvunarfræði

Sent: Sun 28. Sep 2014 09:22
af Daz
Betra að spyrja tímanlega, gefur líka til kynna að viðkomandi hafi áhuga á að leysa verkefnið en sé ekki bara að leita að tilbúinni lausn.

Re: Hjálp við verkefni í tölvunarfræði

Sent: Sun 28. Sep 2014 14:10
af Lunesta
Daz skrifaði:Betra að spyrja tímanlega, gefur líka til kynna að viðkomandi hafi áhuga á að leysa verkefnið en sé ekki bara að leita að tilbúinni lausn.

good point, var ekkert að hugsa neitt rosalega skýrt í nótt.

Re: Hjálp við verkefni í tölvunarfræði

Sent: Sun 28. Sep 2014 14:49
af Dagur
Er alveg stop og hef ekki hugmynd hvað ég á að gera.


Getur þú útskýrt betur hvað það er sem flækist fyrir þér? Er lýsingin á verkefninu að flækjast fyrir þér?

Ef þú skilur verkefnið þá er þetta bara spurning um að búta verkefnið í smáar einingar og vinna út frá því. Krotaðu niður á blað hvaða skref þú ætlar að taka til að breyta strengnum abc í {"","a","ab","abc","ac","b","bc","c"} og/eða skrifaðu sauðakóða sem þú getur svo útfært. Googlaðu hvernig þú vinnur með strengi og fylki og þá ættir þú að vera í góðum málum.

Re: Hjálp við verkefni í tölvunarfræði

Sent: Þri 30. Sep 2014 14:24
af gingij4
Lunesta skrifaði:Félagi minn var að tala um þetta áðan.
Það sem hann gerði var að búa til algebrö lausn
til að finna sætið á string a sem beðið var um og notaði
það á streng a til að bera saman við streng b.

Svona í alvörunni talað lærðu að nota 3 hluti:
1. déskotans GOOGLE, ættir alltaf að geta byrjað og reddað þér þaðan.
2. CompareTo fallið. Til að bera saman strengi hvort þeir eru eins eða ekki.
3. Substring. tekur part af streng og til greinir upphaf og lengd og notar það
fyrir fylkið.

Ef þú kannt á þessa 3 hluti er þetta dæmi álíka einfalt og að fá sér vatnssopa.
But ignore me, er ekki beint edrú.

En gaur, það er lame að byðja um aðstoð svona langt fyrir skil.
amk að reyna lengur áður en þú ferð á netið að spurja fyrir,
restinn af vetrinum verður þyngri og ég geri ráð fyrir því að þú
nennir/vilt ekki að koma og spyrja spurninga um heimadæmin þín í hverri viku



Flottur ;)

Re: Hjálp við verkefni í tölvunarfræði

Sent: Þri 30. Sep 2014 14:25
af gingij4
Lunesta skrifaði:Félagi minn var að tala um þetta áðan.
Það sem hann gerði var að búa til algebrö lausn
til að finna sætið á string a sem beðið var um og notaði
það á streng a til að bera saman við streng b.

Svona í alvörunni talað lærðu að nota 3 hluti:
1. déskotans GOOGLE, ættir alltaf að geta byrjað og reddað þér þaðan.
2. CompareTo fallið. Til að bera saman strengi hvort þeir eru eins eða ekki.
3. Substring. tekur part af streng og til greinir upphaf og lengd og notar það
fyrir fylkið.

Ef þú kannt á þessa 3 hluti er þetta dæmi álíka einfalt og að fá sér vatnssopa.
But ignore me, er ekki beint edrú.

En gaur, það er lame að byðja um aðstoð svona langt fyrir skil.
amk að reyna lengur áður en þú ferð á netið að spurja fyrir,
restinn af vetrinum verður þyngri og ég geri ráð fyrir því að þú
nennir/vilt ekki að koma og spyrja spurninga um heimadæmin þín í hverri viku



Flottur ;)