Síða 1 af 1

win7-linux dualboot.

Sent: Þri 23. Ágú 2011 14:16
af axyne
Sælir,

Ég er að fara að setja upp stýrikefið á borðtölvunni upp aftur (win7) og langar í náinni framtið að setja upp Linux inná sama disk og hafa dualboot.

Er með 1.5 TB harðan disk og hafði hugsað mér að búa til 1 TB partition fyrir win7 og skilja restina eftir óskilgreinda.

Er eitthvað sem ég þarf að hafa í huga áður en ég set inn win7, vill ekki þurfa að setja inn win7 aftur þegar ég set upp linux.

væri betra að hafa annann physical disk fyrir linux ?

hvaða Bistro myndiði mæla með?

Re: win7-linux dualboot.

Sent: Þri 23. Ágú 2011 14:36
af kjarribesti
já ég myndi tengja kannski 250gb drif fyrir linux og nota ubuntu og setja á hann.
Þægilegt að hafa þetta skilgreint og blanda þessu ekki saman á drifi.

En þarft ekkert að eiga við w7 þegar þú býrð til dual-boot með ubuntu þetta er bara eins og að installa forriti, sama hvort það sé á annann disk eða á sama og w7 ;)

Re: win7-linux dualboot.

Sent: Þri 23. Ágú 2011 15:17
af coldcut
axyne skrifaði:hvaða Bistro myndiði mæla með?


Ég mundi klárlega mæla með Geysir Bistro & Bar :beer


eeeeeen varðandi dualboot þá er ég nú ekki sá klárasti í því þar sem ég hef aldrei dual-bootað heldur bara haft Linux-distro. Hins vegar er sniðugt að partitiona diskinn á þann hátt að vera með ákveðið stórt partition (veit ekki hvað þessar uppsetningar verða stórar) þar sem þú ert með Winblows-kerfið sjálft (kerfisskrár, forrit og leiki) og svo um 15-20gb partition fyrir Linux. Síðan værirðu með eitt partition sem væri þá það sem eftir er af disknum (sennilega um 1,4TB) sem væri NTFS (skráarkerfið sem Winblows notar) þar sem þú mundir geyma alla tónlist, bíómyndir, ljósmyndir og whatever. Þannig að þú gætir nálgast þetta stóra partition úr bæði Winblows og Linux-distroinu sem þú velur, þ.e.a.s. gætir spilað tónlist og horft á bíómyndir o.s.frv. úr bæði Linux-distroinu og Winblows-kerfinu.

Varðandi distro fyrir byrjanda þá mundi ég mæla með Fedora, Ubuntu eða Linux Mint (ekki prófað það en Cendenz hérna á Vaktinni er Mint-pervert og fanboy og ég vill ekki gera hann reiðan með því að minnast ekki á það :roll: ).

Eins og kjarriversti talar um þá er hægt að installa Ubuntu sem einhverskonar "forriti" í Winblows með þar til gerðum Wubi-installar en ég mæli ekkert frekar með því. En eins og ég lít á þetta þá borgar það sig að fara erfiðari leiðina þar sem þú lærir meira á því og það er skemmtilegra þegar hún virkar ;)

Re: win7-linux dualboot.

Sent: Þri 23. Ágú 2011 15:41
af BjarniTS
Alltaf þegar ég hef sett upp unbuntu fyrir skólann , þarf að gera það á um það bil hverri önn , þá hefur það verið mesta easy step by step install ever.

Man þegar að ég var að trible-boota XP , Win7 RC , Ubuntu.

Það gekk eins og í sögu , grub sér um að höndla þetta allt fyrir þig smooth'nd easy.

Ég mæli ekki með flakkaraleiðinni bara vegna þess að hún krefst , flakkara.

Re: win7-linux dualboot.

Sent: Þri 23. Ágú 2011 23:18
af kjarribesti
BjarniTS skrifaði:Alltaf þegar ég hef sett upp unbuntu fyrir skólann , þarf að gera það á um það bil hverri önn , þá hefur það verið mesta easy step by step install ever.

Man þegar að ég var að trible-boota XP , Win7 RC , Ubuntu.

Það gekk eins og í sögu , grub sér um að höndla þetta allt fyrir þig smooth'nd easy.

Ég mæli ekki með flakkaraleiðinni bara vegna þess að hún krefst , flakkara.


Ég var ekki að tala um flakkara heldur bara setja í tölvuna ;)

Re: win7-linux dualboot.

Sent: Sun 25. Sep 2011 13:47
af marijuana
best að hafa annan phisical disk fyrir linux distro ið :)

En með distro, haltu þig eins fjærri ubuntu og þú hugsast getur. (3 skiptið sem það EYÐILEGST hjá mér :mad )
þannig ég ætla mér að mæla með Open SuSE með XFCE eða Gnome, þetta Plastma drazl í KDE er óþolandi...

En með dual boot, þá þegar þú setur linux upp, þá kemur upp sjálfkrafa boot manager. (GRUB eða LILO í flestum tilvikum) og hann hendir inn Winblows og Linux distroinu, öfugt við winblows, það setur sinn bootloader yfir allt og leyfir þér ekki að velja distro -.-'

Re: win7-linux dualboot.

Sent: Sun 25. Sep 2011 14:18
af AntiTrust
Þetta winblows er orðið frekar gamalt, og ómarktækt í þokkabót.

Re: win7-linux dualboot.

Sent: Sun 25. Sep 2011 16:17
af Zaphod
Af hverju að vera vesenast eitthvað með sér flakkara fyrir linux ? bara dualaboota af sama disknum, linux installerinn græjar þetta alltsaman. Eina sem þú þarf að gera er að vera læs.. Ef að þú ert að leita að einhverju þæginlegu og einföldu sem fyrsta distroi þá er Linux mint býsna gott

Re: win7-linux dualboot.

Sent: Sun 25. Sep 2011 17:35
af Hjaltiatla
Ég er líka mjög hrifinn af Linux Mint

Mæli með að kynna þér Logical Volume Manager (LVM) ef þú ætlar að fara út í eitthverjar storage/Volume eða partition pælingar á linux. (Ekkert endilega beginners stuff en samt allveg þrælsniðugt ef þér leiðist :).
Dualboot á 1.5 TB diskinn þinn ,allveg í góðu lagi .

http://linuxconfig.org/Linux_lvm_-_Logical_Volume_Manager

Re: win7-linux dualboot.

Sent: Þri 27. Sep 2011 20:05
af dabb
Mig minnir að Windows 7 var alltaf með einhvern dólgskap efa það fékk ekki að eiga MBR útaf fyrir sig.

http://www.thpc.info/dual/dual_win7.html

Re: win7-linux dualboot.

Sent: Þri 27. Sep 2011 20:08
af Frost
Þegar þú ætlar að setja upp Ubuntu ferðu bara í Install alongside Windows 7, velur stærðina sem þú vilt hafa á Ubuntu disknum. Installar Ubuntu bara svo, það er gert allt fyrir þig.

Ég gerði þetta sjálfur í gær og tók mig ekki langan tíma án þess að lenda í veseni.

Re: win7-linux dualboot.

Sent: Þri 27. Sep 2011 20:16
af axyne
Ég þakka svörin og endurvakningu þráðarins, það er kominn mánuður síðan ég var að pæla í þessu :D

Ég endaði á því að leyfa win7 að halda disknum útaf fyrir sig.

Mun öruglega aldrei finna tíma né nennu í að pæla í linux en ef það gerist þá á ég 500 gb disk ónotaðann uppí hillu.