Síða 1 af 1

vandræði með að hosta leik

Sent: Þri 18. Feb 2003 10:52
af JÞA
Góðan dag ég er að reina að "hosta" leik sem heitir "delta foce:tfd" það gengur illa því að þegar einhverjir eru komnir inn borðinn. þá "puntar" leikurinn þeim út aftur. er hægt að laga þetta. Er með adsl 256. hef prufað þetta með og án fastrar ip tölu. með fyrirfram þökk JÞA.


:cry:

Sent: Þri 18. Feb 2003 11:49
af Voffinn
ég veit ekki mikið um þennan leik, en 256 er engan veginnn nóg fyrir að hosta flesta netleiki....

Sent: Þri 18. Feb 2003 14:44
af MezzUp
Ef að þú ert með ADSL 256 þá ertu að senda frá þér 128 og ef að það join'a 4 serverinn þinn þá er hver með 128/4=32Kbps sem að er nokkuð örugglega of lítið.
Hvernig "puntar" leikurinn þeim út? Koma einhver villuboð hjá þér eða? En þeirra megin, hvaða skilaboð sjá þeir?

Sent: Þri 18. Feb 2003 17:37
af halanegri
skotleikir taka svona 5-8 kB/sec (40-64 kbps) þannig að þú gætir örugglega mesta lagi látið 3 joina áður en það myndi lagga, svo að það tekur því ekkert að vera að þessu

Sent: Þri 18. Feb 2003 17:57
af JÞA
takk fyrir svörinn. þeir ná að hlaða sig inn og svo þegar þeir koma inn í borðið þá hendir leikurinn þeim út aftur það koma engin villuboð nema að hann segir að hann "punti" þennan leikmann og þá dettur hann út. á heimasíðu leikjahöfundarins :
RESOLUTION:
With an ADSL connection you download speed will be significantly faster than the uploading speed. This difference is what is causing the players to be punted from your game. Your upload speed must be the same as the download for the players to stay in sync with host. When they are not they are immediately punted from the game.
segir þetta ykkur einhvað. ég trúi ekki að maður þurfi 1536mb tengingu til að hosta 6 manns.

Sent: Þri 18. Feb 2003 18:23
af GuðjónR
Ef þetta er rétt "Your upload speed must be the same as the download for the players to stay in sync with host."
þá dugir 1536 tenging ekkert frekar. Þú þarft SDSL en ekki ADSL

Sent: Mið 19. Feb 2003 00:05
af kemiztry
1.5MB ADSL frá Íslandssíma myndi kannski duga en annars er SDSL/SHDSL málið fyrir svona :/

Sent: Mið 19. Feb 2003 01:47
af JÞA
mér var bent á það í dag að það gæti verið að ég hafi ekki svokallaðan "leikjalink" :oops: og ætla eg að prófa að fá mér svoleiðis og ath hvernig gangi mer var sagt að það væri allt í lagi að hosta svona 6stk á því.

Sent: Mið 19. Feb 2003 11:00
af Asgeir
JÞA skrifaði:mér var bent á það í dag að það gæti verið að ég hafi ekki svokallaðan "leikjalink" :oops: og ætla eg að prófa að fá mér svoleiðis og ath hvernig gangi mer var sagt að það væri allt í lagi að hosta svona 6stk á því.


Þú ert þá væntanlega að tala um simnet testið, það ætti að laga laggið á tengingunni þinni, sem ég veit ekki hvort þú takir eftir. En i raun er það eina sem hægt er að hosta heima hja sér er kanske duel server.

Sent: Mið 19. Feb 2003 13:50
af Castrate
Ég er nú bara með 256k ADSL tengingu og um dagin þá prufaði ég að hosta server fyrir leik sem heitir Serious Sam. Ég byrjaði síðan bara að spila á servernum mínum svo eftir nokkrar mín þá fóru einhverjir útlendingar að joina var komin með 6 eða 7 manns inná og þeir sögðu allir að það væri ekkert lagg. Ég skildi aldrei neitt í því gæti verið að leikurinn sé með svona rosalega góðan netkóða. Annars hef ég aldrei prufað þennan Delta force leik :dunno

Sent: Mið 19. Feb 2003 18:09
af Voffinn
Serious Sam Ownar... :lol:

Sent: Fös 21. Feb 2003 13:49
af JÞA
jæja hef getað hostað leiki núna upp í 7mans. enn það er laaaag hjá þeim sem koma að utan. þurfti að installa leiknum upp á nýtt og fekk leikjatenginguna hjá símnet.

takk fyrir svörin.

Sent: Fös 21. Feb 2003 14:27
af MezzUp
"Að utan" ertu þá að meina frá útlöndum?
Hvað er pingið hjá mönnum sem að join'a serverinn?

Sent: Fös 21. Feb 2003 17:38
af JÞA
já að utan eru útlöndum
veit ekki hvað pingið er. hvernig er hægt að sjá það?
og annað hvað er ping.

Sent: Fös 21. Feb 2003 18:48
af kemiztry
Það sem þú þarft er Simnet-Test dæmið. Það er ekkert flóknara en það en að þú ert tengdur inn á annann BBRAS (router). Vandamálið með ADSL hjá Landssímanum liggur einmitt í þessum BBRAS sem allir eru tengdir í :?

Sent: Fös 21. Feb 2003 19:13
af Voffinn
huh....eru önnur fyrirtæki að gera svipaða hluti? ég er hjá mi.is, lagg svona 120-200 á 512....nema á næturna, þá um helgar...þá er ég með fínt ping... :P :P

Sent: Fös 21. Feb 2003 19:25
af kemiztry
Jamm, enda ferðu í gegnum BBRAS-inn hjá Landssímanum. Það gera það allir nema þeir sem eru hjá Íslandssíma.. enda eru þeir með sitt eigið kerfi frá a-ö. :?

Sent: Fös 21. Feb 2003 19:28
af MezzUp
JÞA skrifaði: fekk leikjatenginguna hjá símnet

Ég held að hann sé að meina Símnet-Test.......
--------
"Ping er mælikvarði á lagg" (ansalega orðað, ég veit :)
Í mörgum netleikjum sérðu Ping eða Latency á sama stað og að þú sérð lista með nöfnum leikmanna og scori þeirra

Sent: Sun 23. Feb 2003 12:41
af Voffinn
MezzUp skrifaði:Ping er mælikvarði á lagg" (ansalega orðað, ég veit :)
Í mörgum netleikjum sérðu Ping eða Latency á sama stað og að þú sérð lista með nöfnum leikmanna og scori þeirra


ertu að gera grín að mér ?

Sent: Sun 23. Feb 2003 13:32
af MezzUp
JÞA skrifaði:veit ekki hvað pingið er. hvernig er hægt að sjá það?
og annað hvað er ping.

Ég var að svara JþA og ekki veit ég hvernig þú gætir tekið þetta þannig að ég væri að gera grín að þér

Sent: Sun 23. Feb 2003 18:34
af Voffinn
já...úps... hélt þú væriri að útskýra fyrir mér hvað ping og lagg væri...sry kallinn :lol:

Sent: Sun 23. Feb 2003 18:43
af GuðjónR
Ping er sá "tími" sem tekur signal/gögn að fara frá einni tölvu til annarar og til baka aftur, reiknað í millisec. Því "meiri" hraði því "minna" ping.

Sent: Sun 23. Feb 2003 20:26
af MezzUp
Voffin: hehe, no problem, we all make mistakes (I make alot of 'em)

Einnig vill ég bæta við hjá Guðjóni að staðallinn á stærð "pakkans" sem að er sendur er 32 bæti. (í ping tólinu í windows allavega)