Síða 5 af 14

Re: Ljósnet Símans

Sent: Fim 30. Des 2010 23:16
af gardar
Pandemic skrifaði:
tdog skrifaði:
Pandemic skrifaði:Var að fá ljósnet og ég þetta er æði, maxxaði 50/25 auðveldlega áðan þegar ég var að prófa þetta.
I will keep u posted.


Asskoti hef ég tengt þetta vel hjá þér.


Fagmannlega gert :)


Það passar þegar tdog á í hlut...
http://slangur.snara.is/?p=4600

Re: Ljósnet Símans

Sent: Sun 02. Jan 2011 22:53
af tdog
gardar skrifaði:Það passar þegar tdog á í hlut...
http://slangur.snara.is/?p=4600


:'(

Re: Ljósnet Símans

Sent: Lau 15. Jan 2011 19:12
af slapi
Það er alveg glatað að vera ekki á almennilegum uploadhraða eins og samfélagið er í dag.Ég er semsagt samkvæmt korti símans 1.janúar 2012 270 mosfellsbær.

Hvað ætli kosti að leigja sér eina gröfu og ná í ljósið uppí hverfi og tengja þetta í símakassann hérna :sleezyjoe
Eins og t.d. núna er ég að uploada video á youtube , 1/6 og 85 min eftir af fyrsta videoinu............
ADSL FTW

Re: Ljósnet Símans

Sent: Lau 15. Jan 2011 20:32
af gtice
Ég er í 270 mos og með ljósleiðara alla leið inn í hús frá símanum og íblástursrör fyrir gagnaveituna (tómt)

Re: Ljósnet Símans

Sent: Lau 15. Jan 2011 20:34
af slapi
Og í hvaða hverfi ert þú?

Re: Ljósnet Símans

Sent: Lau 15. Jan 2011 20:44
af biturk
slapi skrifaði:Það er alveg glatað að vera ekki á almennilegum uploadhraða eins og samfélagið er í dag.Ég er semsagt samkvæmt korti símans 1.janúar 2012 270 mosfellsbær.

Hvað ætli kosti að leigja sér eina gröfu og ná í ljósið uppí hverfi og tengja þetta í símakassann hérna :sleezyjoe
Eins og t.d. núna er ég að uploada video á youtube , 1/6 og 85 min eftir af fyrsta videoinu............
ADSL FTW



grafan er í sjálfu sér ekkert svo dýr í leigu..........en sektirnar og fangelsunin fyrir að framkvæma þetta er allt allt annað mál :lol:

Re: Ljósnet Símans

Sent: Lau 15. Jan 2011 20:46
af Plushy
slapi skrifaði:Það er alveg glatað að vera ekki á almennilegum uploadhraða eins og samfélagið er í dag.Ég er semsagt samkvæmt korti símans 1.janúar 2012 270 mosfellsbær.

Hvað ætli kosti að leigja sér eina gröfu og ná í ljósið uppí hverfi og tengja þetta í símakassann hérna :sleezyjoe
Eins og t.d. núna er ég að uploada video á youtube , 1/6 og 85 min eftir af fyrsta videoinu............
ADSL FTW


Ojj.

Var einhverjar 7-8 mínútur að uploada u.þ.b 6 mínútna 1080p myndbandi.

Re: Ljósnet Símans

Sent: Lau 15. Jan 2011 20:51
af slapi
Ef ég myndi vilja lenda í fangelsi fyrir eitthvað væri það fyrir hraðakstur umhverfis landið og þetta , grafa ljósleiðara heim til mín. :megasmile

Re: Ljósnet Símans

Sent: Sun 16. Jan 2011 18:56
af tdog
Það er ekkert ólöglegt við það að leggja eigin ljósleiðara... Þú verður bara að fá framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu sem þú hyggst leggja í.

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mið 19. Jan 2011 12:59
af Zpand3x
ÉG ER KOMINN MEÐ LJÓSNET .... AND I'M SOOOOOOOOOOOO HAPPY :megasmile

Mynd
EDIT:
Sry gaui.. Ég er í 104.. Sæviðarsund

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mið 19. Jan 2011 14:42
af intenz
Taktu fram staðsetningu! :uhh1

Re: Ljósnet Símans

Sent: Fös 28. Jan 2011 14:39
af gardar
Mynd


\:D/ \:D/ \:D/

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mán 07. Mar 2011 19:32
af ecoblaster
Ég er en þá að bíða eftir ljósnet símans þegar það átti að koma 1 október í 107 samkvæmt þessari ''áætlun'', kom svo í ljós að þeir eru búnir að setja það hinu megin við götuna sem ég bý við, er búinn að hringja í símann mánaðarlega til að kanna á stöðunni og þá segja þeir að ég fæ það ekki fyrr en í Júní 2012 :shock:

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mið 25. Maí 2011 12:31
af arontrausta
Jæja hvernig er þessi áætlun að standa sig hjá símanum?

Er á Kársnesinu í Kópavogi og á að fá mitt ljósnet í júní eða júlí. Efa það einhvernveginn að það standist.

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mið 25. Maí 2011 12:47
af gardar
arontrausta skrifaði:Jæja hvernig er þessi áætlun að standa sig hjá símanum?

Er á Kársnesinu í Kópavogi og á að fá mitt ljósnet í júní eða júlí. Efa það einhvernveginn að það standist.


Áætlunin stóðst bæði hjá mér í 108 reykjavík og hjá félaga mínum í furugrund í kópavogi

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mið 25. Maí 2011 12:54
af siminn
arontrausta skrifaði:Jæja hvernig er þessi áætlun að standa sig hjá símanum?

Er á Kársnesinu í Kópavogi og á að fá mitt ljósnet í júní eða júlí. Efa það einhvernveginn að það standist.


Vinna er að hefjast í 200 Kópavogi þessa dagana, erum á áætlun þar og þú ættir að fá Ljósnet í júní / júlí ekki nema að eitthvað stórkostlegt komi upp sem við eigum auðvitað ekki von á.

Grundirnar og það svæði var tekið sérstaklega fyrir á undan öðrum svæðum í Kópavogi þar sem Kópavogurinn Fossvogsmegin er þekkt ADSL vandamálasvæði.

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mið 25. Maí 2011 13:00
af hsm
Hvað með Reykjanesbæ á ekki að tengja hann við ljósnetið ?????? ](*,)

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mið 25. Maí 2011 14:18
af siminn
hsm skrifaði:Hvað með Reykjanesbæ á ekki að tengja hann við ljósnetið ?????? ](*,)


Ekki komið á áætlun því miður. Fyrsti fasi Ljósnetsvæðingarinnar tekur fyrir svæði þar sem Breiðbandið er fyrir því að þar er ljósleiðari fyrir í jörðu sem við getum notað áfram og þess vegna þurfum við lítið sem ekkert að grafa eða standa í annari jarðvinnu, næstum því bara plug & play eða þannig.

Kveðja,
Guðmundur hjá Símanum

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mið 25. Maí 2011 14:35
af audiophile
Það er komið hjá mér í 108 og áætlun stóðst því nokkurnveginn. Á bara eftir að segja upp Vodafokk og hringja svo í Símann og sækja um.

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mið 25. Maí 2011 15:31
af siminn
Það er allt í lagi að hafa í huga fyrst að þið eruð að velta fyrir ykkur áætlunum Ljósnetsins að þær geta breyst með skömmum fyrirvara sökum vandamála sem geta komið upp.

Við hönnun kerfisins er auðvitað reynt að sjá fyrir allt sem upp getur komið og það haft í huga við gerð áætlanna en því miður geta alltaf komið upp ófyrirséð vandamál sem geta verið það stór að setjast þarf aftur niður við teikniborðið sem seinkar þá viðkomandi stað en hoppað er þá yfir í þann næsta til að halda dampi.

En sem betur fer hefur það ekki gerst oft hingað til og helst vonandi þannig.

Ef það hafið einhverjar spurningar hvet ég ykkur að leita til mín.

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum.

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mið 25. Maí 2011 15:35
af gissur1
arontrausta skrifaði:Jæja hvernig er þessi áætlun að standa sig hjá símanum?

Er á Kársnesinu í Kópavogi og á að fá mitt ljósnet í júní eða júlí. Efa það einhvernveginn að það standist.


Hvar á Kársnesinu ertu ?

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mið 25. Maí 2011 18:12
af Ingi90
Held að þetta sé komið í hverfið fyrir neðan mig

Er ofarlega í Seljahverfi, Farið að dauðlanga í þetta

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mið 25. Maí 2011 18:25
af gutti
til síman hvering er staðan í hátúni 10a í 105 er að skoða Heimilisföng með Ljósneti Símans

Hátúni 1, 2, 2a, 2b, 3, 5, 6, 6a, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37, 39, 41, 43, 45, 47

sé komið ljós merkt í síðunna en ekki í hátúni 10a er leigja þar hátúni 10a
bara forvitni

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mið 25. Maí 2011 21:04
af siminn
gutti skrifaði:til síman hvering er staðan í hátúni 10a í 105 er að skoða Heimilisföng með Ljósneti Símans

Hátúni 1, 2, 2a, 2b, 3, 5, 6, 6a, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37, 39, 41, 43, 45, 47

sé komið ljós merkt í síðunna en ekki í hátúni 10a er leigja þar hátúni 10a
bara forvitni


@gutti. Því miður höfum við lent í vandamálum á þessu svæði. Verið er að vinna í því hvernig við leysum þetta en væntanlega fylgir því eitthvað jarðrask sem þarf að vinna núna yfir sumarmánuðina.

Ég skal reyna að finna út nánari tímasetningar og halda þér upplýstum.

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mið 25. Maí 2011 21:07
af MatroX
ætla vera bjartsýn og spyrja. ertu með eitthverja grófa áætlun um hvenar þetta kemur í sandgerði?