Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Skjámynd

Höfundur
snaeji
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf snaeji » Fim 29. Apr 2010 18:52

Jæja ég var að komast að því að síminn hafi verið að mjólka fjölskyldumeðlimi mína með því að láta þá borga til dagsins í dag , 5250 krónur fyrir 2 mb net með 6 gb niðurhali.

Ég hafði samband við Söludeild og þeir neituðu að bæta þetta upp á neinn hátt en buðu mér að færa mig yfir í annan pakka.

Hún var í ADSL Betri pakka sem hætti hjá þeim seinastliðin september og kjellan í þjónustuverinu reyndi að þræta fyrir að það hafi verið hringt í alla , og ég spurði hana hvort hún hafi ekki sent tölvupóst , og þá sagði hún að það hafi reyndar ekki verið gert því það hafi verið hringt.

Vill endilega fá skoðun hjá ykkur hvað maður ætti að gera í þessu. Er ekki fyrir að láta fara svona illa með fólk, hvað þá aldraða konu í breiðholtinu




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf AntiTrust » Fim 29. Apr 2010 18:53

Neytendasamtök, hiklaust.



Skjámynd

Höfundur
snaeji
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf snaeji » Fim 29. Apr 2010 19:04

Já er ekki réttast að viðkomandi fengi þetta bakfært, eða þá dregið af framtíðarreikningum ?



Skjámynd

kazgalor
Ofur-Nörd
Póstar: 239
Skráði sig: Lau 15. Ágú 2009 04:38
Reputation: 0
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf kazgalor » Fim 29. Apr 2010 19:05

AntiTrust skrifaði:Neytendasamtök, hiklaust.


Sammála. Þeir hefðu átt a.m.k. að uppfæra tenginguna um flokk. Þori ekki að fullyrða að það sé lögum samkvæmt en ég myndi samt hafa samband við þá.


i5 6600k Asus Z170k 16GB DDR4 MSI GTX 1070

Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf BjarniTS » Fim 29. Apr 2010 19:21



Nörd


Máni Snær
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Mið 10. Des 2008 17:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf Máni Snær » Fim 29. Apr 2010 20:35

Þessu lenti ég einnig í hérna á heimilinu, hjá TAL. Það að þessi fyrirtæki skulu ekki bæta tenginguna mv. verð þegar uppfærslur eru hjá þeim er ekkert annað en pjúra rottuskapur. Þið getið rétt ýmindað ykkur hvað það eru margir sem enn borga alltof hátt verð fyrir alltof lélega internettengingu, afhverju ættu þessi fyrirtæki svosem að hringja aftur í viðskiptavini til þess að bjóða þeim uppfærslu ef enginn svarar í fyrsta skiptið, nú eða þá hringja á annað borð, ekki er grætt eins mikið á því!



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5545
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1034
Staða: Tengdur

Re: Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf appel » Fim 29. Apr 2010 20:58

Ef þú ert í áskrift einhversstaðar með einhverja tilgreinda þjónustu, þá færðu þá þjónustu þar til þú biður um eitthvað annað. Síminn getur ekkert einhliða bara breytt þjónustunni, sem var upprunalega samið um, bara útaf því að Síminn heldur að það sé best.

Fólk á auðvitað að bera ábyrgð á því að kynna sér bestu möguleikana sjálft, og biðja um þá. Ekki bara vona að einhvernveginn þú verðir sjálfkrafa settur í "besta pakkann" því það er það sem þú ætlaðist til. Skiptir ekki máli um hvaða einstakling er að ræða.


Ímyndaðu þér fyrirtæki sem er með nettengingu sem þarf að keyra á ákveðnum hraða, t.d. 2 mbit, því fyrirtækið er að gera prófanir sem krefjast þess að það sé nákvæmlega 2 mbit samband, t.d. prófanir á hraðagetu einhvers tölvubúnaðar. Svo allt í einu uppfærir Síminn þessa tengingu í 12 mbit og skemmir allt fyrir því fyrirtæki? Þetta er auðvitað jaðardæmi, en þau eru til.

edit: munar 1 þús kr. á Leið 1 og þessum pakka sem þú nefnir (4.250 vs. 5.250), get kannski ekki kallað það "að mjólka". Pakkinn fyrir ofan kostar 6.050 kr. Veit ekki hvort inni í þessum 5.250 séu aðrar þjónustur sem þarf að borga aukalega fyrir sem eru ekki í Leið 1.
http://siminn.is/einstaklingar/netid/askrift/


*-*

Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf intenz » Fim 29. Apr 2010 21:05

appel skrifaði:Ef þú ert í áskrift einhversstaðar með einhverja tilgreinda þjónustu, þá færðu þá þjónustu þar til þú biður um eitthvað annað. Síminn getur ekkert einhliða bara breytt þjónustunni, sem var upprunalega samið um, bara útaf því að Síminn heldur að það sé best.

Fólk á auðvitað að bera ábyrgð á því að kynna sér bestu möguleikana sjálft, og biðja um þá. Ekki bara vona að einhvernveginn þú verðir sjálfkrafa settur í "besta pakkann" því það er það sem þú ætlaðist til. Skiptir ekki máli um hvaða einstakling er að ræða.




Ímyndaðu þér fyrirtæki sem er með nettengingu sem þarf að keyra á ákveðnum hraða, t.d. 2 mbit, því fyrirtækið er að gera prófanir sem krefjast þess að það sé nákvæmlega 2 mbit samband, t.d. prófanir á hraðagetu einhvers tölvubúnaðar. Svo allt í einu uppfærir Síminn þessa tengingu í 12 mbit og skemmir allt fyrir því fyrirtæki? Þetta er auðvitað jaðardæmi, en þau eru til.

Alveg sammála en SJÁLFSAGT að fá símhringingu/tölvupóst þess efnis að það sé kominn betri pakki sem er jafn dýr/ódýrari en sá sem maður er með.

Og dæmið þitt er skelfilegt.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

BjarkiB
Of mikill frítími
Póstar: 1947
Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
Reputation: 15
Staðsetning: C:\Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf BjarkiB » Fim 29. Apr 2010 21:07

Er búinn að vera með 16 mb tengingu í 5 mánuði, búin að borga fyrir hana og allt. Alæltaf búið að vera vandamál með netið og hefur ekki farið í mikið hærra en 10 mb/s. Bjallaði þá í síman og eftir mælingu var fattað að þetta væri allt hjá þeim og nú er tengingin komin.




Máni Snær
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Mið 10. Des 2008 17:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf Máni Snær » Fim 29. Apr 2010 21:35

appel skrifaði:Ef þú ert í áskrift einhversstaðar með einhverja tilgreinda þjónustu, þá færðu þá þjónustu þar til þú biður um eitthvað annað. Síminn getur ekkert einhliða bara breytt þjónustunni, sem var upprunalega samið um, bara útaf því að Síminn heldur að það sé best.

Fólk á auðvitað að bera ábyrgð á því að kynna sér bestu möguleikana sjálft, og biðja um þá. Ekki bara vona að einhvernveginn þú verðir sjálfkrafa settur í "besta pakkann" því það er það sem þú ætlaðist til. Skiptir ekki máli um hvaða einstakling er að ræða.


Ímyndaðu þér fyrirtæki sem er með nettengingu sem þarf að keyra á ákveðnum hraða, t.d. 2 mbit, því fyrirtækið er að gera prófanir sem krefjast þess að það sé nákvæmlega 2 mbit samband, t.d. prófanir á hraðagetu einhvers tölvubúnaðar. Svo allt í einu uppfærir Síminn þessa tengingu í 12 mbit og skemmir allt fyrir því fyrirtæki? Þetta er auðvitað jaðardæmi, en þau eru til.

edit: munar 1 þús kr. á Leið 1 og þessum pakka sem þú nefnir (4.250 vs. 5.250), get kannski ekki kallað það "að mjólka". Pakkinn fyrir ofan kostar 6.050 kr. Veit ekki hvort inni í þessum 5.250 séu aðrar þjónustur sem þarf að borga aukalega fyrir sem eru ekki í Leið 1.
http://siminn.is/einstaklingar/netid/askrift/


Þessu er ég sammála, en eins og intenz nefndi; það að láta mann ekki vita að betri pakki sé í boði fyrir sama verð eða minna er út í hött og það er ekkert sem réttlætir það.



Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2770
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 124
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf zedro » Fös 30. Apr 2010 00:07

Vá hvað ég held að enginn myndi segja neitt ef þetta væri á hin bógin :P
@appel: Allveg sammála þér.


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

Höfundur
snaeji
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf snaeji » Fös 30. Apr 2010 00:14

Auðvitað er þetta líka á ábyrgð notanda , en þegar eldri kona (í þessu tilfelli) er með netþjónustu hjá símanum þá hefur hún ekkert vit á þessu og á ekki að þurfa að athuga reglulega hvort gangverðið á nettengingunni hafi lækkað svo hún geti skipt um pakka.

í öðrulagi lagi er þetta í raun nákvæmlega sami pakki bara á lægra verði sem kom í stað fyrir þennan fyrri.

Og það sem verst finnst mér í þessu er hvernig stæðu málin hefði ég kíkt á þetta hjá henni eftir 6 mánuði eða jafnvel nokkur ár.

Og já frá því þeir hættu að bjóða uppá þennan pakka alfarið og byrjuðu nýju leiðirnar eru liðnir 8 mánuðir = 8 þúsund

Þeir hefðu allveg getað kreist útur svona óheiðarleika nokkra tugi þúsunda.




wicket
FanBoy
Póstar: 766
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf wicket » Fös 30. Apr 2010 00:24

Ég man að ég fékk tölvupóst á @simnet.is netfangið mitt þegar að nýju leiðirnar komu síðasta haust. Man þetta því þá komu 120GB pakkarnir aftur sem var almenn gleði og hamingja með.

Kannski notar þessi ættingi þinn ekkert @simnet.is dótið eins og margir og þess vegna fór þetta framhjá henni.
Ég forwarda þessu ISP maili yfir á gmailið mitt og þannig fer þetta ekkert framhjá mér.

Fáðu svo bara að tala við yfirmann í stað þess að tala við starfsmenn á plani. Hjá Símanum hefur það alltaf virkað hjá mér, verslunarstjórinn í ármúla er t.d. mjög nice og hefur verið sanngjarn þegar ég hef verið með vesen við símann eða síminn með vesen við mig.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4174
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1305
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf Klemmi » Fös 30. Apr 2010 01:07

Við lentum í því að allt í einu var byrjað að bæta við leigukostnaði á router sem við höfðum fengið frá þeim fyrir að 12 mánaða samning löngu löngu áður.... S.s. voru að leigja okkur router sem við nú þegar áttum :D



Skjámynd

siminn
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 10:04
Reputation: 8
Staðsetning: Ármúli 25, Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf siminn » Fös 30. Apr 2010 01:42

Sælt veri fólkið,

Þegar nýju leiðirnar voru kynntar haustið 2009 var hringt í viðskiptavini okkar til að kynna þeim nýju leiðirnar þar sem að ekki var farið í sérstaka auglýsingaherferð tengdum þessum nýju leiðum. Því miður er það þannig að einhverjir viðskiptavinir geta lent fyrir utan úrtökin eða að ekki hefur náðst í einhverja viðskiptavini. Við reynum ekki að hringja endalaust enda yrði það fljótt pirrandi. Það voru sendir tölvupóstar á einhverja stórnotendur til að láta að vita að cappið sem var á bandvíddarnotkun var hækkað uppí 120GB en annars var ekki sendur tölvupóstur á alla okkar viðskiptavini enda sýnir reynslan okkur að slíkar sendingar skila litlu.

Síminn er ekki skyldugur skv. neinum reglum eða lögum að uppfæra notendur í nýjar leiðir en við gerum það þó stundum en best er að gera það með vitund og samþykki rétthafa þjónustunnar. Almenna reglan er að þetta sé á ábyrgð rétthafa þjónustunnar. Skiptir engu hvort um er að ræða fjarskiptafyrirtækin eða aðra.

Við erum auðvitað ekki vísvitandi að reyna að halda notendum í gömlum áskriftum enda það okkur ekki í hag.

Við getum eflaust fundið einhvern flöt á því að bæta frænku þinni þetta upp á einhvern hátt ef að henni finnst við hafa brugðist hennar væntingum. Best væri ef þú snaeji gætir sent okkur tölvupóst með einhverjum upplýsingum svo að ég getið tekið málið áfram.

Vona að þetta skýri eitthvað málin.

Kveðja,
Guðmundur hjá Símanum




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf biturk » Fös 30. Apr 2010 06:10

=D> =D> =D>


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3818
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 143
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf Daz » Fös 30. Apr 2010 08:29

Ef verðið á áskriftarleið eða einhverjum lið hennar hækkar, þá er síminn (og önnur fyrirtæki líka!) ekki lengi að uppfæra það hjá öllum.



Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1403
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 42
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf ZoRzEr » Fös 30. Apr 2010 08:51

Já það er ekkert annað. Bjóst ekki við að fá svar frá Símanum hérna á Vaktinni.

Flott framtak


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16310
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2020
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf GuðjónR » Fös 30. Apr 2010 11:23

Já mjög flott þegar fulltrúar fyrirtækjanna útskýra sína hlið málsins.
Síminn á heiður skilið fyrir þetta.

Svo er eitt sem fólk verður að skilja, fyrirtæki eru í rekstri til að búa hagnað fyrir eigendur sínar. Fyrirtæki eru ekki góðgerðarstofnanir.
Ég er búinn að vera með nettengingu síðan byrjað var að bjóða upp á þær, og hef ég prófað flestar þjónustur og alltaf enda ég hjá Símanum það hlýtur nú að segja mér eitthvað.
Reyndar var ég mjög pirraður út í Símann á síðasta árið þegar þeir voru að leika sér með 7 daga cappið og síðan 30 daga cappið því sá gjörningur kom í veg fyrir að ég fengi þá þjónustu sem ég var að borga fyrir.

En þeir sáu að sé og viðurkenndu að kerfið hefði ekki virkað og væri ósanngjarnt, þeir buðu upp á aukinn hraða úr 12m í 16m komu með nýja router með N staðli, hækkuðu erlent gagnamagn upp í 120gb ÁN þess að cappa hraða! og ef það dugar ekki þá er hægt að kaupa auka gagnamagn gengn vægri greiðslu.
Ekki veit ég hvað maður getur beðið um meira? Ég er allaveganna mjög sáttur, jafn sáttur við þetta fyrirkomulag og ég var ósáttur við það gamla.

Ég ætla að vona að ég hljómi ekki eins og léleg auglýsing, því ég hef nákvæmlega engra hagsmuna að gæta að auglýsa Símann, er bara að tala um reynslu mína.

Já og eitt sem ég man eftir sem var líka til fyrirmyndar, fyrir 2 árum fór ég til USA, áður en ég fór út hringdi ég í þjónustuverið og spurði hvað það myndi kosta mig að hringja heim úr GSM, mér var sagt að mínútan væri á 50kr.
Þegar ég kem heim fæ ég reikning upp á tæpar 60k og þegar betur er að gáð þá er mínútan á tæpar 200kr. Ég hringi í Símann og bað um að farið yrði yfir upptökur af samtali mínu við þjónustufulltrúan, það var gert og þeir felldu niður hátt í 40k af reikningnum!
Takk fyrir það :)



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4328
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf chaplin » Fös 30. Apr 2010 12:22

Síminn fær stóran plús í kladdann fyrir að hafa svarað hérna, en ég lenti í því nákvæmlega sama og höfundur póstsins. Ég var búinn að vera eitthverja mánuði á tengingu sem var ekki einusinni lengur í boði hjá símanum og kostaði hún meira en 2mb betri tenging og meira gagnamagn, þá finnst mér pínu skrítið að þeir hafi ekki uppfærð í það sjálfkrafa.

Búinn að vera hjá símanum í meira en 10 ár.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf AntiTrust » Fös 30. Apr 2010 12:29

Hvort sem að lögin segja til um það eða ekki, finnst mér það lítið annað en lélegir þjónustustaðlar að láta fólk hanga inni á áskriftarleiðum sem ekki eru enn í boði, í mörgum tilfellum löngu úreldar.

Það er alltaf hægt að hækka reikninga, bæta við aukagjöldum og þar fram eftir götunum, og þetta gera ISP fyrirtæki reglulega. En samt geta þau ekki séð sér fært að koma viðskiptavinum sínum sjálfkrafa á samsvarandi plan og þau eru að borga fyrir?

Fáránlegt.



Skjámynd

Höfundur
snaeji
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf snaeji » Fös 30. Apr 2010 14:16

siminn skrifaði:Við erum auðvitað ekki vísvitandi að reyna að halda notendum í gömlum áskriftum enda það okkur ekki í hag.


ha ha ha...



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf Halli25 » Fös 30. Apr 2010 15:10

snaeji skrifaði:
siminn skrifaði:Við erum auðvitað ekki vísvitandi að reyna að halda notendum í gömlum áskriftum enda það okkur ekki í hag.


ha ha ha...

Veit alveg um nokkra sem eru á eldgömlum leiðum og já þeir hafa super deal miðað við hvað gerist í dag svo ég sé ekkert fyndið við þetta komment :)


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf Gúrú » Fös 30. Apr 2010 15:31

faraldur skrifaði:
snaeji skrifaði:
siminn skrifaði:Við erum auðvitað ekki vísvitandi að reyna að halda notendum í gömlum áskriftum enda það okkur ekki í hag.


ha ha ha...

Veit alveg um nokkra sem eru á eldgömlum leiðum og já þeir hafa super deal miðað við hvað gerist í dag svo ég sé ekkert fyndið við þetta komment :)

Þætti fyndið að sjá sannleikann á bakvið það. :?


Modus ponens

Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að mjólka fjölskyldumeðlimi

Pósturaf Halli25 » Fös 30. Apr 2010 15:50

menn kannast auðvitað ekkert við verðbólgu hérna...


Starfsmaður @ IOD