Síða 6 af 14

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mið 25. Maí 2011 21:39
af siminn
MatroX skrifaði:ætla vera bjartsýn og spyrja. ertu með eitthverja grófa áætlun um hvenar þetta kemur í sandgerði?


Eins og áður hefur komið fram snýst fyrsti fasi Ljósnetsvæðingar eingöngu um að koma Ljósneti á þá staði sem hafa Breiðbandið fyrir. Sandgerði er því miður ekki einn af þeim stöðum.

Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvað tekur við eftir að þessum fasa er lokið og hvernig uppbyggingu kerfisins verður háttað þannig að ég get því miður engin loðin svör gefið þér. Algjörlega ástæðulaust fyrir mig að búa til einhverjar falsvonir og kem því hreint fram með þetta. Við hreinlega höfum ekki ákveðið neitt í þessum efnum.

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mið 25. Maí 2011 22:13
af MatroX
siminn skrifaði:
MatroX skrifaði:ætla vera bjartsýn og spyrja. ertu með eitthverja grófa áætlun um hvenar þetta kemur í sandgerði?


Eins og áður hefur komið fram snýst fyrsti fasi Ljósnetsvæðingar eingöngu um að koma Ljósneti á þá staði sem hafa Breiðbandið fyrir. Sandgerði er því miður ekki einn af þeim stöðum.

Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvað tekur við eftir að þessum fasa er lokið og hvernig uppbyggingu kerfisins verður háttað þannig að ég get því miður engin loðin svör gefið þér. Algjörlega ástæðulaust fyrir mig að búa til einhverjar falsvonir og kem því hreint fram með þetta. Við hreinlega höfum ekki ákveðið neitt í þessum efnum.

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum


takk fyrir heiðalegt svar:D

Re: Ljósnet Símans

Sent: Fös 03. Jún 2011 00:56
af arontrausta
gissur1 skrifaði:
arontrausta skrifaði:Jæja hvernig er þessi áætlun að standa sig hjá símanum?

Er á Kársnesinu í Kópavogi og á að fá mitt ljósnet í júní eða júlí. Efa það einhvernveginn að það standist.


Hvar á Kársnesinu ertu ?


Þinghólsbrautinni. Koma í heimsókn?

siminn skrifaði:
arontrausta skrifaði:Jæja hvernig er þessi áætlun að standa sig hjá símanum?

Er á Kársnesinu í Kópavogi og á að fá mitt ljósnet í júní eða júlí. Efa það einhvernveginn að það standist.


Vinna er að hefjast í 200 Kópavogi þessa dagana, erum á áætlun þar og þú ættir að fá Ljósnet í júní / júlí ekki nema að eitthvað stórkostlegt komi upp sem við eigum auðvitað ekki von á.

Grundirnar og það svæði var tekið sérstaklega fyrir á undan öðrum svæðum í Kópavogi þar sem Kópavogurinn Fossvogsmegin er þekkt ADSL vandamálasvæði.

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum


Glæsilegt, takk kærlega fyrir svarið.

Fær maður einhvað bréf frá ykkur þegar þetta er komið upp svo maður missi nú ekki af þessu?

Re: Ljósnet Símans

Sent: Fös 03. Jún 2011 01:03
af siminn
arontrausta skrifaði:
Glæsilegt, takk kærlega fyrir svarið.

Fær maður einhvað bréf frá ykkur þegar þetta er komið upp svo maður missi nú ekki af þessu?


Ættir að fá símtal frá sölufólkinu okkar, annars er leitarvélin yfir tengdar götur alltaf með puttann á púlsinum. Hana má finna hér : http://www.siminn.is/einstaklingar/neti ... milisfong/

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum

Re: Ljósnet Símans

Sent: Fös 03. Jún 2011 01:06
af Orri
@siminn:
Svona úr því að allir eru að spyrja, hefurðu nokkra hugmynd um hvenær má búast við Ljósnetinu í Mosfellsbæ ? (erum við nokkuð með breiðband ?)
Er þá ekki að tala um þessi nýju hverfi sem eru með ljósleiðara :)

Re: Ljósnet Símans

Sent: Fös 03. Jún 2011 03:15
af Haxdal
Orri skrifaði:@siminn:
Svona úr því að allir eru að spyrja, hefurðu nokkra hugmynd um hvenær má búast við Ljósnetinu í Mosfellsbæ ? (erum við nokkuð með breiðband ?)
Er þá ekki að tala um þessi nýju hverfi sem eru með ljósleiðara :)

Og while we're at it.. eru Vellirnir í Hafnarfirði ennþá Q1 2012 :) ?

Re: Ljósnet Símans

Sent: Fös 03. Jún 2011 11:45
af Viktor
Mig langar að forvitnast um hvenær 109 er áætlað eða hvort e-ð hafi komið upp þar?
Með fyrirfram þökk.

Re: Ljósnet Símans

Sent: Fös 03. Jún 2011 13:01
af hagur
Sallarólegur skrifaði:Mig langar að forvitnast um hvenær 109 er áætlað eða hvort e-ð hafi komið upp þar?
Með fyrirfram þökk.


Ég er í 109, Bakkahverfi og það er a.m.k búið að slökkva á breiðbandinu hjá mér sem gefur til kynna að það sé eitthvað verið að möndla þetta.

Re: Ljósnet Símans

Sent: Fös 01. Júl 2011 14:59
af MuGGz
Ég fékk ljóstnet símans í þessari viku, bara helvíti sáttur :sleezyjoe

Re: Ljósnet Símans

Sent: Sun 03. Júl 2011 14:28
af everdark
-

Re: Ljósnet Símans

Sent: Sun 03. Júl 2011 14:42
af siminn
Það er verið að vinna í 200 Kópavogi núna og þaðan er haldið beint í 201 Kópavog. Verður komið á þessu ári pottþétt, myndi segja september til október miðað við hvernig þetta gengur svona ef ekkert alvarlegt kemur upp.

kveðja,

Guðmundur hjá Símanum

Re: Ljósnet Símans

Sent: Sun 03. Júl 2011 15:22
af tdog
siminn skrifaði:Það er verið að vinna í 200 Kópavogi núna og þaðan er haldið beint í 201 Kópavog. Verður komið á þessu ári pottþétt, myndi segja september til október miðað við hvernig þetta gengur svona ef ekkert alvarlegt kemur upp.

kveðja,

Guðmundur hjá Símanum


Hvernig er staðan á Akranesi, þið eruð með Jörundarholtið ljósvætt, en hvað með Flata- og Skógarhverfið. Bólar eitthvað á því?

Re: Ljósnet Símans

Sent: Sun 03. Júl 2011 16:03
af gutti
hvað er frétta samband við hátúni 10a bara forvitni til síman :megasmile

Re: Ljósnet Símans

Sent: Sun 03. Júl 2011 16:42
af blitz
Hvað með Garðabæ?

Allt ríkasta fólkið er þar en aldrei heyrir maður um ljós ](*,)

Re: Ljósnet Símans

Sent: Sun 03. Júl 2011 18:23
af Zpand3x
siminn skrifaði:Það er verið að vinna í 200 Kópavogi núna og þaðan er haldið beint í 201 Kópavog. Verður komið á þessu ári pottþétt, myndi segja september til október miðað við hvernig þetta gengur svona ef ekkert alvarlegt kemur upp.

kveðja,

Guðmundur hjá Símanum


LIKE

Re: Ljósnet Símans

Sent: Sun 03. Júl 2011 19:56
af siminn
@tdog
Ekki viss hvert framhaldið er þar ,skal athuga það og upplýsa þig um það.

@gutti
Síðast þegar ég vissi þurftu að eiga sér stað framkvæmdir svo að hægt sé að klára þetta. Gröftur og fleira skemmtilegt. Skal athuga hvenær menn höfðu ætlað sér í það og láta þig vita.

@blitz
Langt síðan að Arnarnesið var Ljósnetsvætt. Er ekki bara ríka fólkið þar og pöpullinn svo í hinum hverfunum ? :)

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum

Re: Ljósnet Símans

Sent: Sun 03. Júl 2011 20:30
af addi12
@siminn:
Veistu hvort það verður e-ð gert í Kóp 203 á þessu ári? ég er í hvörfunum

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mið 06. Júl 2011 14:16
af hagur
@Síminn

Er að forvitnast fyrir foreldra mína sem búa á Digranesheiðinni í 200 Kóp. Þau eru með breiðbandslögn inn í hús sem búið er að slökkva á, þ.e ekki næst lengur neitt sjónvarp, hvorki DVB-C né gamla analog merkið. Þau urðu því að fá sér IPTV í gegnum ADSL tímabundið. Fyrst búið er að slökkva á breiðbandinu, er þá ekki farið að styttast í að ljósnetið verði virkt hjá þeim? Síðast þegar ég ath. þá var ekkert ljósnet komið í þessa götu skv. simnet.is vefnum.

Kv,
Haukur

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mið 06. Júl 2011 14:25
af Viktor
Sé að þið eruð komnir með hinn hlutan af Seljahverfi (109), þær götur sem byrja á A-B-D-E-F-S, er einhver dagsetning komin á H-I-J-K-L-M?

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mið 06. Júl 2011 15:33
af starionturbo
Sæll guðmundur.

Samkvæmt síðunni er búið að tengja Engihjalla 8, sem er bakvið mig í Efstahjalla.

Hvenær má búast við því að tengt verði Efstahjalla ?

Takk fyrir, ps. frábært framtak að svara okkur nördunum á vaktinni.

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mið 06. Júl 2011 18:48
af gardar
hagur skrifaði:@Síminn

Er að forvitnast fyrir foreldra mína sem búa á Digranesheiðinni í 200 Kóp. Þau eru með breiðbandslögn inn í hús sem búið er að slökkva á, þ.e ekki næst lengur neitt sjónvarp, hvorki DVB-C né gamla analog merkið. Þau urðu því að fá sér IPTV í gegnum ADSL tímabundið. Fyrst búið er að slökkva á breiðbandinu, er þá ekki farið að styttast í að ljósnetið verði virkt hjá þeim? Síðast þegar ég ath. þá var ekkert ljósnet komið í þessa götu skv. simnet.is vefnum.

Kv,
Haukur



Þetta gerðist akkúrat á þennan máta hjá mér, breiðbands tv-ið datt út... Fékk mér IPTV og u.þ.b. mánuði síðar var ég kominn með vdsl

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mið 06. Júl 2011 20:55
af siminn
@addi12
Kópavogur verður allur tekinn fyrir lok þess árs. 203 þar á meðal. Hafa ber samt í huga að þessi fyrsti áfangi Ljósnetsvæðingarinnar snýst að næstum öllu leiti um gömlu Breiðbandssvæðin. Ef að er Breiðband hjá þér færðu Ljósnetið pottþétt en ef ekki eru minni líkur á því. Gæti samt gengið en það fer eftir götuskápum í hverfinu þínu.

@hagur
Númer hvað eru þau í Digranesheiðinni ? Vorum að klára að tengja slatta þar í gær, en listinn er ekki búin að grípa það á siminn.is. Ef þú sendir mér skilaboð með heimilifanginu þeirra er minnsta mál að fletta þessu upp fyrir þig.

@Sallarólegur
Eins og áður hefur komið fram snýst þessi fyrsti áfangi eingöngu um gömlu Breiðbandssvæðin því þar er fyrirliggjandi ljósleiðari sem við nýtum þannig að ef það er ekki Breiðband hjá þér kemur það ekki á þessu ári. Það er ekki breiðband allsstaðar í Seljahverfinu og því ekki fyrirhugað að Ljósnetið dekki allt hverfið á þessu ári. Ef þú ert með Breiðband og það ekki komið Ljósnet máttu senda mér heimilisfangið þitt svo ég geti athugað hvað veldur töfinni okkar megin.

@starionturbo
Engihjalli 8 datt inn fyrir algjöra tilviljun þar sem götuskápurinn okkar þar tengist við stofnæð sem er Ljósnetsvædd. Restin af Hjöllunum koma inn núna í sumar.

Vona að þetta svari ykkur :)

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mið 06. Júl 2011 21:10
af B.Ingimarsson
flott hjá símanum að svara spurningum hérna en @siminn veistu hvort það eigi eitthvað að fara að taka eyrina á akureyri í gegn, er í norðurgötunni :D

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mið 06. Júl 2011 21:14
af biturk
þið mættuð alveg fara að taka akureyri í gegn! væri stórt skref fyrir ykkur að leifa fleirum en höfuðborginni að fá net fyrir fullorðna :happy

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mið 06. Júl 2011 21:16
af siminn
@B.Ingimarsson og @biturk
Þessi fyrsti fasi Ljósnetsvæðingarinnar tekur bara fyrir höfuðborgarsvæðið. Engar ákvarðanir hafa verið teknar enn um hvert framhaldið verður. Því miður, vil frekar segja sannleikann frekar en að koma með eitthvað loðið pólitískt svar.

Kæmi mér samt ekkert á óvart að stærri þéttbýliskjarnar eins og Akureyri myndu svo detta inn en það hefur hreinlega bara ekki verið rætt ennþá og engar ákvarðanir liggja fyrir í þeim efnum.

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum