Mig langar að skipta yfir í Linux en vantar hjálp


Höfundur
ParaNoiD
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 307
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 21:08
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Mig langar að skipta yfir í Linux en vantar hjálp

Pósturaf ParaNoiD » Fim 18. Nóv 2004 13:07

ok svona er málið ... ég er þreyttur á Windows og sárvantar tilbreytingu ...

mig langar að prófa Linux en kann í grundvallar atriðum ekkert á neitt af því sem ber fyrir augu þegar ég kveiki á vél með Linux.

Spurningin er !!!1 og haldið ykkur nú !

Hvernig er það fyrir okkur allaballana sem kunnun lítið og Windows heldur okkur í heljargreypum kapítalistanns.
Eru einhver námskeið fyrir byrjendur .... bara svona læra á the basics í Linux ... td mig langar að setja Suse inn hjá mér og er ekki tilbúinn að eyða næstu vikum í að lesa fleiri hundruði síðna um einhverja lágmarks þekkingu og sýja út það sem ég vill kunna til að byrja með

ok það sem ég vill nota Linux í (bannað að hlægja)

Messengerforrit eins og msn og Mirc
horfa á vídjófæla .avi .mpeg og annað sambærilegt
Hlusta á tónlistina mína .mp3 og einhverja geisladiska
browsa vefinn (veit reyndar að það er alveg eins auðvelt og að nota windows bara laust við popup
ég vill hafa tölvuna mína þráðlausa (þetta er lappi semsagt)
ég vill geta browsað heimanetið sem er allt byggt upp á Windows
nota mailið mitt.

gætuð þið gefið mér hint um eitthvað svona námskeið ?

ég meina .. meira að segja Amma mín getur farið á Windows námskeið :/




pjesi
has spoken...
Póstar: 179
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 23:56
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf pjesi » Sun 21. Nóv 2004 01:34

Spjallforrit:
gaim og amsn eru bæði betri en msn IMO. Svo er hellingur af IRCclientum sem eru margfalt betri en mIRC.

Video:
mplayer, totem og VLC eru þeir sem ég hef prufað. Getur prufað bæði VLC og mplayer í windows, veit ekki með totem.

Tónlist:
XMMS er winamp clone sem getur meðal annars spilað lög úr archives (rar, tar..). Svo eru líka svona stærri spilarar fyrir þá sem vilja meira en bara venjulegan playlist.

WWW: firefox og opera

Þráðlaust net: já

Share:
Samba er forrit sem getur tengst windows "sharei" og einnig deilt möppum sjálft.

Á akureyri er amk Linux námskeið bæði fyrir byrjendur og lengra komna svo það hlýtur að vera eitthvað svipað í RVK.




pjesi
has spoken...
Póstar: 179
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 23:56
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf pjesi » Sun 21. Nóv 2004 01:37

úps gleymdi að telja upp nokkur forrit þarna en ég er mad þreyttur.


asdf

Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: smá pæling ...

Pósturaf MezzUp » Sun 21. Nóv 2004 12:28

ParaNoiD skrifaði:og er ekki tilbúinn að eyða næstu vikum í að lesa fleiri hundruði síðna um einhverja lágmarks þekkingu og sýja út það sem ég vill kunna til að byrja með

Mér sýnist Linux ekki vera fyrir þig :P




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mig langar að skipta yfir í Linux en vantar hjálp

Pósturaf gumol » Sun 21. Nóv 2004 13:08

MSN = gaim
Irc = xchat
video = mplayer
tónlist = xmms
web browser = firefox
þráðlaust = Hvernig netkort ertu með? (gæti verið dáldið mál en er hægt)
windows heimanet = samba (gæti orðið hausverkur líka)
e-mail = thunderbird
Office = OpenOffice.org




Zaphod
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Sun 06. Apr 2003 17:13
Reputation: 0
Staðsetning: Omaha Beach
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: smá pæling ...

Pósturaf Zaphod » Mán 22. Nóv 2004 21:44

MezzUp skrifaði:
ParaNoiD skrifaði:og er ekki tilbúinn að eyða næstu vikum í að lesa fleiri hundruði síðna um einhverja lágmarks þekkingu og sýja út það sem ég vill kunna til að byrja með

Mér sýnist Linux ekki vera fyrir þig :P


ég myndi nú segja að hann ætti nú að geta notað þetta sem hann telur upp án þess að lesa mörg hundruð bls . ...


"You can fool some of the people all of the time, and all of the people some of the time, but you can not fool all of the people all of the time."


Hawley
Nörd
Póstar: 112
Skráði sig: Fös 21. Maí 2004 22:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Hawley » Mán 22. Nóv 2004 23:19

first þú ættlar að setja upp Suse Linux þá get ég nánast lofað þér því að þú þarft ekki að lesa fleirihundruð síðna bækur til að geta notað suse

notar bara YaST :D




Höfundur
ParaNoiD
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 307
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 21:08
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf ParaNoiD » Mán 29. Nóv 2004 17:22

jæja ég ákvað að byrja að reyna að fikta með Suse 9.2 Live CD prufaði bæði Gnome og KDE viðhorfið.

Gnome fannst mér soldið hrátt og dauflegt og það kann að hafa verið útaf klaufaskap í mér en ég átti erfitt með að finna hvar ég ætti að gera hlutina.
eftir að hafa þvælst inní þessu í smá tíma ákvað ég að prufa að sækja mér disk með KDE viðhorfi.
Og viti menn !!

Kallinn var bara farinn að spjalla á irc og MSN á notime, mér líkar nokkuð vel við þetta Kopete forrit.

svo fór ég að browsa windows network og það var alveg mjög þægilegt og auðvelt og hvaða ellilífeyrisþegi ætti að geta kraflað sig útúr því.

Ég veit að ykkur finnst þetta sjálfsagt svoldið aulalegt að vera svona ósjálfbjarga í þessu umhverfi og allt sem mér tekst að gera er dálítill sigur hjá mér :roll:

Það eina sem virkaði ekki hjá mér og ég hef ekki haft tíma til að átta mig á er að ná mér í codeca fyrir alla .avi flóruna.

Nú er ég bara á fullu að reyna að útvega mér Suse 9.2 Professional þar sem það virðist ekki vera til driver fyrir þráðlausa Intel netkortið mitt fyrir Personal útgáfuna, og snúrufargan um alla íbúðina heillar mig ekkert sérstaklega.

Ég verð nú að segja það að ég er mjög sáttur við þessa fyrstu reynslu af ´Suse og mun halda áfram að reyna að fræða mig í því :)




Hawley
Nörd
Póstar: 112
Skráði sig: Fös 21. Maí 2004 22:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Hawley » Mán 29. Nóv 2004 21:23

mundu bara að console (command line dótið) er besti vinur þinn í linux, það er í nánast ekkert sem þú getur ekki gert þar. veit að það virðist ónotenda vænt að nota það í fyrstu en það getur komið að góðum notum með tímanum



Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 573
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 76
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Hannesinn » Mið 01. Des 2004 22:20

ParaNoiD skrifaði:Ég veit að ykkur finnst þetta sjálfsagt svoldið aulalegt að vera svona ósjálfbjarga í þessu umhverfi og allt sem mér tekst að gera er dálítill sigur hjá mér :roll:

Einu sinni voru allir byrjendur. Það er ekki sjálfgefið að þú kunnir neitt á Linux þó þú kunnir helling á Windows, enda er hér um tvo mismunandi hluti að ræða. Það er alltaf gott að lesa sig aðeins til, enda setjast flestir ekki upp í bílstjórasætið og keyra áfram án þess að taka prófið fyrst ;)

Annars óska ég þér góðs gengið með nýju SUSE uppsetninguna þína. Ef þú lendir í vandræðum, þá er Google besti vinur þinn. Einnig er alveg fullt, fullt af góðum spjallborðum þar sem menn miðla af reynslu sinni, hvort sem um ræðir vélbúnað, uppsetningar á forritum, eða annað á Linux.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.


Höfundur
ParaNoiD
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 307
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 21:08
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf ParaNoiD » Fös 03. Des 2004 00:35

jæja þar sem Suse er commercial útgáfa þá pantaði ég mér Suse 9.2 Professional að utan í dag og á von á að fá það innan viku.

Eins gott að ég noti það .
annars er það bara peningasóun :P



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Fös 03. Des 2004 00:40

ParaNoiD skrifaði:jæja þar sem Suse er commercial útgáfa þá pantaði ég mér Suse 9.2 Professional að utan í dag og á von á að fá það innan viku.

Eins gott að ég noti það .
annars er það bara peningasóun :P

Wh0t?! Afhverju download'aðirðu einhverju distrói og prufaðir áður en þú eyddir pening í þetta?



Skjámynd

tms
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mán 04. Ágú 2003 00:56
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf tms » Fös 03. Des 2004 14:18

ParaNoiD skrifaði:Það eina sem virkaði ekki hjá mér og ég hef ekki haft tíma til að átta mig á er að ná mér í codeca fyrir alla .avi flóruna.


ég held það sé ekkert sértakt libriary fyrir codeca í linux. Reyndu bara að starta forriti sem heitir xine eða vlc eða mplayer.




Höfundur
ParaNoiD
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 307
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 21:08
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf ParaNoiD » Þri 07. Des 2004 21:08

MezzUp skrifaði:
ParaNoiD skrifaði:jæja þar sem Suse er commercial útgáfa þá pantaði ég mér Suse 9.2 Professional að utan í dag og á von á að fá það innan viku.

Eins gott að ég noti það .
annars er það bara peningasóun :P

Wh0t?! Afhverju download'aðirðu einhverju distrói og prufaðir áður en þú eyddir pening í þetta?


ég er búinn að vera að leika mér í LiveCD núna í smá tíma og það er bara X mikið sem mar gerir þar.
nú skal meira gert !

var að fá diskana áðann :D

17$ eru nú ekki mikill peningur fyrir 5 diska sem innihalda alvöru stýrikerfi :)

ég var búinn að prufa nokkrar tegundir en engin höfðaði til mín eins og Suse :)
og til að fá netkortið mitt inn þá varð ég að redda mér suse 9.2 pro
so i did :)



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Þri 07. Des 2004 23:49

ParaNoiD skrifaði:17$ eru nú ekki mikill peningur fyrir 5 diska sem innihalda alvöru stýrikerfi :)
agreed :)




Höfundur
ParaNoiD
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 307
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 21:08
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf ParaNoiD » Mið 08. Des 2004 20:14

jæja þá er kallinn kominn með suse inná vélina ... ákvað að setja það á dualbot svona ef það kæmu upp einhver vandamál allaveganna til að byrja með.
og viti menn jú þráðlausa netkortið er ekki að gera sig
ég reyni að stilla það til að stillingarnar bara vilja alls ekki hanga inni :(

þannig að það er bara að angra strákinn sem hjálpaði mér að setja þetta upp og láta laga :P
verst að mar þekir engann sem kann almennilega á þetta dót :(