Mynd af rafmagnstöflu - hvað gerir rauði vírinn?


Höfundur
vafrari
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mið 22. Jún 2011 15:10
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Mynd af rafmagnstöflu - hvað gerir rauði vírinn?

Pósturaf vafrari » Þri 28. Jún 2011 09:31

Sælir

Ég hef verið að fá ráðleggingar varðandi að draga Cat6 kapal í rafmagnstöfluna heima hjá mér. Ég tók mynd af töflunni og það eina sem ég veit ekki hvað er ... er þessi rauði vír sem kemur upp með loftnetskaplinum.

Veit einhver hvað þetta er? Gæti það verið Breiðbandið frá Símanum sem núna heitir Ljósnet? Það eru tveir vírar af fjórum notaðir í rauða kaplinum sem tengjast við hina tvo sem fara upp í töfluna.
Viðhengi
IMG_8304 (Medium).JPG
IMG_8304 (Medium).JPG (66.26 KiB) Skoðað 1741 sinnum




benson
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Þri 30. Des 2008 21:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Mynd af rafmagnstöflu - hvað gerir rauði vírinn?

Pósturaf benson » Þri 28. Jún 2011 09:49

Dyrasíminn?



Skjámynd

FreyrGauti
Tölvutryllir
Póstar: 664
Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Mynd af rafmagnstöflu - hvað gerir rauði vírinn?

Pósturaf FreyrGauti » Þri 28. Jún 2011 09:50

Almennt er þessi kapall notaður fyrir brunakerfið, reykskynjara og slíkt.




benson
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Þri 30. Des 2008 21:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Mynd af rafmagnstöflu - hvað gerir rauði vírinn?

Pósturaf benson » Þri 28. Jún 2011 09:59

Hvað sem hann gerir þá held ég að þú ættir ekki að fikta í honum :)



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Mynd af rafmagnstöflu - hvað gerir rauði vírinn?

Pósturaf tdog » Þri 28. Jún 2011 10:16

Sko, þú ert nú þegar með 3 catstrengi sem virðast vera dregnir beint í herbergi. Símainntakið er catstrengurinn sem kemur inn í töfluna neðanfrá, bláa parinu er ábyggiega snúið saman þarna bakvið límbandið. Rauðu vírarnir eru væntanlega reykskynjarar og brunaboðar. Sem fara niður í aðaltöfluna. Síðan kemur loftnet þarna líka.

Ég myndi draga loftnetið alveg úr og draga Cat6 í í leiðinni. Afhverju, því þú ert þarna með loftnetsdreifikerfi sem fer í dósir í húsinu, ein væntanlega í stofunni, önnur í hjónaherbergið og sú seinasta þá í annað herbergi eða hol. Ég myndi líka skipta catstrengjunum út. Því þeir fara líka í dósir í íbúðinni, þá ertu komin með solid dreifikerfi. Ég myndi líka setja upp lítið krosstengibretti og símalínudeili. Þá geturu sett síma í hvaða tengil sem er og líka netbúnað.

Ég myndi áætla þetta 3-4 tíma vinnu. Ég er að taka saman efniskostnað...

Edit; ég myndi segja þetta verk upp á 25-30k í efni.




Höfundur
vafrari
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mið 22. Jún 2011 15:10
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Mynd af rafmagnstöflu - hvað gerir rauði vírinn?

Pósturaf vafrari » Þri 28. Jún 2011 13:11

tdog skrifaði:Sko, þú ert nú þegar með 3 catstrengi sem virðast vera dregnir beint í herbergi. Símainntakið er catstrengurinn sem kemur inn í töfluna neðanfrá, bláa parinu er ábyggiega snúið saman þarna bakvið límbandið. Rauðu vírarnir eru væntanlega reykskynjarar og brunaboðar. Sem fara niður í aðaltöfluna. Síðan kemur loftnet þarna líka.

Ég myndi draga loftnetið alveg úr og draga Cat6 í í leiðinni. Afhverju, því þú ert þarna með loftnetsdreifikerfi sem fer í dósir í húsinu, ein væntanlega í stofunni, önnur í hjónaherbergið og sú seinasta þá í annað herbergi eða hol. Ég myndi líka skipta catstrengjunum út. Því þeir fara líka í dósir í íbúðinni, þá ertu komin með solid dreifikerfi. Ég myndi líka setja upp lítið krosstengibretti og símalínudeili. Þá geturu sett síma í hvaða tengil sem er og líka netbúnað.

Ég myndi áætla þetta 3-4 tíma vinnu. Ég er að taka saman efniskostnað...

Edit; ég myndi segja þetta verk upp á 25-30k í efni.



Sæll

Ok flottar ráðleggingar og þetta er ákkúrat rétt giskað á með í hvaða herbergi þetta er að fara. Ég er þó með frekari spurningar svo ég hafi þetta á hreinu:

1. Skipta catstrengjum út fyrir Cat6. Getur Cat6 strengur borið bæði Lan umferð frá tölvu og einnig símamerki sem þarf að lágmarki að vera tveir vírar? Myndi ég setja upp tengil með Ethernet tengi og símatengi sem kemur bæði frá sama Cat6 kapli?

2. Draga loftnet alveg úr. Áttu við að losa sig alveg við koax kapalinn? Eins og er ... þá er ekkert loftnet á blokkinni (þar sem breiðbandið var fyrir) en ég hef í hyggju að það verði sett upp og því gott að halda coax þar líka fyrir digital útsendingar?



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Mynd af rafmagnstöflu - hvað gerir rauði vírinn?

Pósturaf tdog » Þri 28. Jún 2011 13:24

Sko, rörin efst í töflunni koma bara þinni íbúð við.
Rörin neðst eru inntaksrör.

Þú hefur ekkert við coaxinn að gera lengur eiginlega, sjónvarp er mest orðið stafrænt í dag og því í fínu lagi að draga þær lagnir út. Varðandi símann, þá er hentugast að draga tvöfalt í allar dósir. Það er standard, þá er gert ráð fyrir einum síma og einni tölvu eða tveim tölvum. Annars er alveg mögulegt að senda bæði síma og netmerki yfir sama kapalinn. En ef þú gerir það þá færðu bara 100Mb/s samband yfir Ethernetið. Til þess að fá 1Gb/s þarftu allan kapalinn. Dragðu þessvegna tvöfalt í allar dósir fyrst þú ert að þessu á annað borð.

120m af cat6 kosta 23.880 með vaski (hjá Ískraft). Það ætti að duga þér ef þetta er venjuleg blokkaríbúð og þú leggur tvöfalt að öllum tengum.




Höfundur
vafrari
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mið 22. Jún 2011 15:10
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Mynd af rafmagnstöflu - hvað gerir rauði vírinn?

Pósturaf vafrari » Þri 28. Jún 2011 13:33

tdog skrifaði:Sko, rörin efst í töflunni koma bara þinni íbúð við.
Rörin neðst eru inntaksrör.

Þú hefur ekkert við coaxinn að gera lengur eiginlega, sjónvarp er mest orðið stafrænt í dag og því í fínu lagi að draga þær lagnir út. Varðandi símann, þá er hentugast að draga tvöfalt í allar dósir. Það er standard, þá er gert ráð fyrir einum síma og einni tölvu eða tveim tölvum. Annars er alveg mögulegt að senda bæði síma og netmerki yfir sama kapalinn. En ef þú gerir það þá færðu bara 100Mb/s samband yfir Ethernetið. Til þess að fá 1Gb/s þarftu allan kapalinn. Dragðu þessvegna tvöfalt í allar dósir fyrst þú ert að þessu á annað borð.

120m af cat6 kosta 23.880 með vaski (hjá Ískraft). Það ætti að duga þér ef þetta er venjuleg blokkaríbúð og þú leggur tvöfalt að öllum tengum.



Sæll

Glæsilegt og takk fyrir það.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Mynd af rafmagnstöflu - hvað gerir rauði vírinn?

Pósturaf tdog » Þri 28. Jún 2011 13:38

Eftir á að hyggja held ég að þetta kosti mun meira en 30k í efni. Sendu beiðni um tilboð á Reykjafell, Rönning og Ískraft. Taktu fram eftirfarandi efni:

120m cat6
12porta cat6 krosstengibretti
6stk tvöfaldar cat6 innstungur í raðefni.