Forritun - Here goes...

Skjámynd

Höfundur
KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Forritun - Here goes...

Pósturaf KermitTheFrog » Lau 24. Okt 2009 19:16

Jæja, mig langar að læra forritun, punktur.

Og spurningin er: Hvaða mál er best að byrja að læra? Og hvaða forrit og so on?

Byrjaði að reyna að fikra mig áfram í C# fyrir ári eða tvem, þangað til ég gafst upp. Nú brennur áhuginn á ný og ég hef eiginlega ekkert betra að gera. Ætla einnig að reyna að komast inn í forritun og tölvunarfræði í skólanum á næstu önn.

Hvað er best að læra fyrst?



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3819
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 143
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Forritun - Here goes...

Pósturaf Daz » Lau 24. Okt 2009 20:35

Java!
(bara af því að ég byrjaði að læra java og nota það svotil eingöngu).

Ætli það sé ekki best að finna eitthvað mál sem krefst lítillar uppsetningar og kennir þér hlutbundna vinnu? Er eitthvað sérstakt verkefni sem þig langar að leysa/forrit eða virkni sem þig langar að búa til?



Skjámynd

Höfundur
KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Forritun - Here goes...

Pósturaf KermitTheFrog » Lau 24. Okt 2009 20:46

Ekkert sérstakt sem ég hafði í huga. Bara kunna svona grunn, þekkja eitthvað til.

Er búinn að reyna að skríða í gegnum þetta, en get með engu móti fundið þetta command prompt með því Visual Studio sem ég downloadaði.

Er málið að skoða java fyrst?



Skjámynd

Höfundur
KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Forritun - Here goes...

Pósturaf KermitTheFrog » Lau 24. Okt 2009 22:25

Lendi alltaf í bölvuðu veseni með cmd

Bæði með því að fylgja Java og C# leiðbeiningum fæ ég alltaf upp "xxx is not recognized as an internal or external command..."

Fann eitthvað svona en það virkar samt ekki.

Er einhver sem getur leiðbeint mér með grunninn á cmd og þannig?




einarornth
has spoken...
Póstar: 195
Skráði sig: Fim 12. Jún 2008 12:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Forritun - Here goes...

Pósturaf einarornth » Lau 24. Okt 2009 23:33

KermitTheFrog skrifaði:Lendi alltaf í bölvuðu veseni með cmd

Bæði með því að fylgja Java og C# leiðbeiningum fæ ég alltaf upp "xxx is not recognized as an internal or external command..."

Fann eitthvað svona en það virkar samt ekki.

Er einhver sem getur leiðbeint mér með grunninn á cmd og þannig?


Gætir þurft að bæta slóðinni á forritin sem þú ert að reyna að keyra inn í Path. Man ekki alveg hvar að er í windows, prófaðu að googla 'environment variables'.

Annars áttu nú ekkert að þurfa að vera að fikta í cmd ef þú ert að byrja að forrita. Ef ég man rétt þá er sérstakt cmd sett upp þegar þú setur upp visual studio, ættir að finna það í program menu.




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Forritun - Here goes...

Pósturaf coldcut » Lau 24. Okt 2009 23:48

lærðu Python ;) Maður er að lesa mikið um að það að menn sem hafi verið í öðrum málum hafi verið að kynna sér það og læra það og séu mjög gríðarlega ánægðir með það!
Ég hef sjálfur verið að fikta aðeins í því og mér finnst það snilld! :D



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3819
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 143
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Forritun - Here goes...

Pósturaf Daz » Sun 25. Okt 2009 00:25

Fyrir java þróun er það minnsta sem þú þarft að sækja JDK (frá sun) og t.d. Textpad. Vísar í java.exe í textpad stillingum og þá geturðu compælað og keyrt forritin inna úr textpad (fínt fyrir hello world og þessháttar). Þarft að setja upp JAVA_HOME variableið í cmd ( set java_home=C:\java )
Eða þá sækja jdk og eclipse eða netbeans (aftur fyrir java). Líklega of stór biti til að prófa bara hello world og önnur einföld forrit.

Mér finnst persónulega algert overkill að sækja heilt IDE/Studio/development framwork til að fikta aðeins í forritunarmáli, mun betra að finna út hvernig á að kompæla og keyra kóðan á sem einfaldastann hátt og vinna forritið í textaritli.



Python virðist vera voða heitt þessa dagana, kannski bara útaf því að CCP nota það? Einhvern daginn nenni ég að kynna mér það betur.



Skjámynd

Höfundur
KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Forritun - Here goes...

Pósturaf KermitTheFrog » Sun 25. Okt 2009 00:30

Er að reyna eitthvað með DrJava núna. Er til eitthvað svona samansafn af skipunum eða eitthvað slíkt svo maður viti hvað maður getur gert?



Skjámynd

Höfundur
KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Forritun - Here goes...

Pósturaf KermitTheFrog » Sun 25. Okt 2009 11:43

Hvað þýðir "Cannot access the non-static method println from a static context" ??

Er að fá þetta hægri vinstri í DrJava



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3819
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 143
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Forritun - Here goes...

Pósturaf Daz » Sun 25. Okt 2009 12:22

KermitTheFrog skrifaði:Hvað þýðir "Cannot access the non-static method println from a static context" ??

Er að fá þetta hægri vinstri í DrJava


þú ert að kalla á meþóðu (println) úr main fallinu og þessi ákallað meþóða er ekki "static" . Þú getur líka peistað inn kóðanum hérna inn.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3819
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 143
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Forritun - Here goes...

Pósturaf Daz » Sun 25. Okt 2009 12:25




Skjámynd

Höfundur
KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Forritun - Here goes...

Pósturaf KermitTheFrog » Sun 25. Okt 2009 12:41

Mér tókst að gera "Hello World" í Java í gær, en þegar ég ætlaði að fara í næsta dæmi þá klikkaði eitthvað

Kóði: Velja allt

public class Heiltölubreytur{
  public static void main(String[] args) {
    int tala;
    tala = 5;
   
    System.out.println("Innihald breytunnar tala er: " + tala);
    tala = 8;
     
    System.out.println("Innihald breytunnar tala er nú: " + tala);
  }
}


Ef einhver getur hjálpað og einnig útskýrt villuna svo maður geri þessa skissu ekki aftur.



Skjámynd

Gothiatek
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 311
Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 18:14
Reputation: 0
Staðsetning: ptr->curr_loc
Staða: Ótengdur

Re: Forritun - Here goes...

Pósturaf Gothiatek » Sun 25. Okt 2009 14:35

Ég ætla að leyfa mér að vera ósammála því að benda þér á að byrja á Java. Java er ágætt til síns brúks en ef þig virkilega langar að læra forritun og hvað liggur á bakvið þá myndi ég byrja á að kíkja á C.

Já, ég sagði C. Ekki C++ eða C#.

Finnur góða bók, nærð í compiler og góðan editor. Er alls ekki að tala um að mastera C, heldur bara skoða grunnatriðin (Hello World, búa til function sem tekur parametra og skilar gildi). Trúðu mér, það á eftir að hjálpa þér mikið ef þig langar að halda áfram að læra forritun.
Svo geturu farið að skoða hlutbundið mál.

Persónulega finnst mér skemmtilegast að forrita í C...og þá er mun meiri stemning að gera það í Linux :8)


pseudo-user on a pseudo-terminal

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3819
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 143
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Forritun - Here goes...

Pósturaf Daz » Sun 25. Okt 2009 15:06

Ef maður á bara að kafa grunnt í málið þá er C meira og minna það sama og Java (EF MAÐUR KAFAR GRUNNT).

Varðandi forritið sem virkar ekki, ég myndi prófa að breyta nafninu á clasanum ("Heiltölubreytur") þannig að nafnið innihaldi ekki íslenska stafi. Muna bara að breyta nafninu á skjalinu líka.



Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Forritun - Here goes...

Pósturaf BjarniTS » Sun 25. Okt 2009 16:05

ég er í tækniskólanum og þar var töl 103 - python
Svo komu for áfangar sem èg er í 203 , erum ad læra c# Í visual studio thar.


Nörd

Skjámynd

Gothiatek
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 311
Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 18:14
Reputation: 0
Staðsetning: ptr->curr_loc
Staða: Ótengdur

Re: Forritun - Here goes...

Pósturaf Gothiatek » Sun 25. Okt 2009 20:02

Daz skrifaði:Ef maður á bara að kafa grunnt í málið þá er C meira og minna það sama og Java (EF MAÐUR KAFAR GRUNNT).

Það má vera að Java syntax sé meir og minna það sama og C...ekki öfugt. Java á rætur að rekja til C++, sem á rætur að rekja til C. Þess vegna er ég að benda á að það geti verið gott að kynna sér C fyrst...ef aðeins til að öðlast betri skilning á C++ og Java síðar meir.


pseudo-user on a pseudo-terminal

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3819
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 143
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Forritun - Here goes...

Pósturaf Daz » Sun 25. Okt 2009 22:18

Gothiatek skrifaði:
Daz skrifaði:Ef maður á bara að kafa grunnt í málið þá er C meira og minna það sama og Java (EF MAÐUR KAFAR GRUNNT).

Það má vera að Java syntax sé meir og minna það sama og C...ekki öfugt. Java á rætur að rekja til C++, sem á rætur að rekja til C. Þess vegna er ég að benda á að það geti verið gott að kynna sér C fyrst...ef aðeins til að öðlast betri skilning á C++ og Java síðar meir.


Ég hef nú fengið smá innsýn í C og C++ líka og já syntaxinn er meira og minna sá sami og þetta er (frá mér séð) sama forritunarmálið ef þú ert bara rétt að skoða þau. Augljóslega er grundvallarmunur, sérstaklega milli C/C++ og Java .
Ég mældi ekkert sérstaklega með Java sem fyrsta máli, það getur vel verið að t.d. sé python auðveldara til að koma sér af stað. Ég efast samt um að C sé eitthvað betra en Java til að byrja í svona fyrir einhvern sem er bara að fikta. T.d. því að það er mjög stutt stökk í ljót windows gluggaforrit í Java, en C er ekki málið þar.




Carc
Fiktari
Póstar: 98
Skráði sig: Mán 26. Okt 2009 19:22
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Forritun - Here goes...

Pósturaf Carc » Mán 26. Okt 2009 22:07

Python virðist vera mjög vinsælt eins og talað er um notar CCP vissa útgáfu af því einnig sem Google notar Python. Á víst að vera nokkuð auðvelt að ná því og skilja.



Skjámynd

BjarkiMTB
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Mið 28. Okt 2009 17:13
Reputation: 0
Staðsetning: Garðabær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Forritun - Here goes...

Pósturaf BjarkiMTB » Mið 28. Okt 2009 18:20

Aldrei gott að demba sér strax í alvöru stuffið. Þarft að byrja á grunninum og fara svo rólega upp. Ég myndi mæla með:
Byrja í javascript: http://www.w3schools.com/js/default.asp
Fara svo í PHP: http://php.net
Svo Python: http://python.org/
Og svo C#: http://msdn.microsoft.com/en-us/vcsharp/default.aspx

Þegar þú kannt öll þessi forritunarmál þá ættirðu að vera í góðum málum ;)


I <3 Forritun

Skjámynd

BjarkiMTB
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Mið 28. Okt 2009 17:13
Reputation: 0
Staðsetning: Garðabær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Forritun - Here goes...

Pósturaf BjarkiMTB » Mið 28. Okt 2009 18:22

BjarniTS skrifaði:ég er í tækniskólanum og þar var töl 103 - python
Svo komu for áfangar sem èg er í 203 , erum ad læra c# Í visual studio thar.


Núna er lært C# í TÖL103. Og áður en Python var kennt í TÖL103 var JavaScript kennt.
En í hvaða hópi í FOR103 ertu?


I <3 Forritun

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Forritun - Here goes...

Pósturaf gardar » Mið 28. Okt 2009 18:22

Java er ógeðslegt og C# einnig



Skjámynd

BjarkiMTB
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Mið 28. Okt 2009 17:13
Reputation: 0
Staðsetning: Garðabær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Forritun - Here goes...

Pósturaf BjarkiMTB » Mið 28. Okt 2009 18:23

BjarkiMTB skrifaði:
BjarniTS skrifaði:ég er í tækniskólanum og þar var töl 103 - python
Svo komu for áfangar sem èg er í 203 , erum ad læra c# Í visual studio thar.


Núna er lært C# í TÖL103. Og áður en Python var kennt í TÖL103 var JavaScript kennt.
En í hvaða hópi í FOR103 ertu?


Nvm. Fattaði að þú ert í FOR203. :8)


I <3 Forritun

Skjámynd

BjarkiMTB
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Mið 28. Okt 2009 17:13
Reputation: 0
Staðsetning: Garðabær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Forritun - Here goes...

Pósturaf BjarkiMTB » Mið 28. Okt 2009 18:24

gardar skrifaði:Java er ógeðslegt og C# einnig

Ekki satt! Gaman að segja frá því að C# er að verða eitt vinsælasta forritunarmálið í dag. Svo er Java ekkert ósvipað C#.


I <3 Forritun


Amything
Ofur-Nörd
Póstar: 221
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 11:16
Reputation: 0
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Forritun - Here goes...

Pósturaf Amything » Mið 28. Okt 2009 18:48

Ég las eina Java bók og svo Python bók. Byrjandi í báðum. Ég held ég muni ekki kíkja á Java aftur ótilneyddur. Python fannst mér mun auðveldara að komast inní.

Hello world java:

Kóði: Velja allt

public static void main(String args[])
        {
           System.out.println("Hello World!");
        }


Hello world Python:

Kóði: Velja allt

print 'Hello World!


Nuff said :)

Annars mundi ég mæla líka með að byrja í PHP. Alls ekki Javascript nema þú viljir drepa alla löngun til að forrita ;)



Skjámynd

BjarkiMTB
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Mið 28. Okt 2009 17:13
Reputation: 0
Staðsetning: Garðabær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Forritun - Here goes...

Pósturaf BjarkiMTB » Mið 28. Okt 2009 18:57

Javascript er samt aðeins léttari til að byrja á en PHP.

Bæði forritunarmálin eru mjög byrjendavæn en PHP þarf server til að virka.
En ef þú vilt byrja á PHP og vilt ekki kaupa heimasíðu/setja upp server alveg sjálfur þá mæli ég með XAMPP (http://www.apachefriends.org/en/xampp.html). Mjög einfalt að setja upp server með þessu.


Og já... Er sammála að JavaScript getur verið leiðinlegt, en það er bara þegar maður er að byrja. JavaScript er mjög skemmtilegt, og eiginlega must, ef maður er kominn lengra og farinn að gera alvöru dynamic/interactive heimasíður. Fyrir enn lengra komna eru frameworks eins og jQuery (http://jquery.com) allgjörir timesaverar og gerir JavaScript enn skemmtilegra.


I <3 Forritun