Win 7 vs XP

Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4328
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Win 7 vs XP

Pósturaf chaplin » Mán 30. Mar 2009 22:41

Hvort fýliði meira, Win 7 vs XP.. ;)


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3755
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Win 7 vs XP

Pósturaf Pandemic » Mán 30. Mar 2009 22:45

þetta batnar alltaf með tímanum frá xp, vista til 7.
7 er það besta í dag.




Opes
FanBoy
Póstar: 793
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 12:02
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Win 7 vs XP

Pósturaf Opes » Þri 31. Mar 2009 01:03

Vista fer virkilega í taugarnar á mér, notaði alltaf XP. Er búinn að vera með 7 í mánuð, og mér finnst það geðveikt!



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16310
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2020
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Win 7 vs XP

Pósturaf GuðjónR » Þri 31. Mar 2009 09:33

siggistfly skrifaði:Vista fer virkilega í taugarnar á mér, notaði alltaf XP. Er búinn að vera með 7 í mánuð, og mér finnst það geðveikt!

Er svona mikill munur á VISTA og WIN7 ??



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Win 7 vs XP

Pósturaf Halli25 » Þri 31. Mar 2009 09:36

GuðjónR skrifaði:
siggistfly skrifaði:Vista fer virkilega í taugarnar á mér, notaði alltaf XP. Er búinn að vera með 7 í mánuð, og mér finnst það geðveikt!

Er svona mikill munur á VISTA og WIN7 ??

Held ekki en margir dæma af fyrstu reynslu og vista er auðvita búið að þróast helling síðan það kom út og er orðið stöðugra en XP miðað við hvað mér hefur verið sagt :)

Windows 7 er svo hreinlega bara framhald af Vista... my 2 cents


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Win 7 vs XP

Pósturaf ManiO » Þri 31. Mar 2009 10:38

faraldur skrifaði:Windows 7 er svo hreinlega bara framhald af Vista... my 2 cents


Miðað við það sem ég hef lesið er aðal munurinn að Win7 er ekki jafn mikið bloatware og Vista.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


arnaros
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Mán 20. Mar 2006 19:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Win 7 vs XP

Pósturaf arnaros » Þri 31. Mar 2009 10:56

en er win 7 tilbúið til leikjaspilunar, alltaf bögg þegar svona ný stýrikerfi koma út, reglan segir 6 mánuði upp undir 18 mánuði þar til þau geta spilað sem
flesta leiki og búið að laga allt böggið.
Ég er ennþá með xp stýrikerfi sem ég fékk ekki fyrr en í fyrra. En þarf að fá vindows vista, eða win 7 vegna þess að EMPIRE TOTAL WAR leikurinn
sem ég keypti þarf dx 10 til að nýta high graphic xp tölvan mín getur bara sett leikinn í med detail á grafík.
Billi ætlar víst ekki að bjóða dx 10 fyrir xp stýrikerfi bara svo við neyðumst til að kaupa nýrra stýrikerfi hjá honum.
Svo hann geti keypt aðeins stærra hús meiri þjófurinn já ég er pirraður á hvað svona ríkir kallar geta komist endalaust upp með.




silenzer
Nörd
Póstar: 121
Skráði sig: Lau 17. Jan 2009 18:13
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Win 7 vs XP

Pósturaf silenzer » Þri 31. Mar 2009 11:48

daanielin skrifaði:Hvort fýliði meira, Win 7 vs XP.. ;)

Fyrir þá sem nota tölvuna aðallega í netið og photoshop og svoleiðis, þið megið nota Win 7.



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Win 7 vs XP

Pósturaf Danni V8 » Þri 31. Mar 2009 12:30

Ég setti upp Windows 7 64bit hjá mér og notaði í einn dag eða þangað til að diskurinn sem ég setti upp á endanlega gaf sig (hann var farinn að sýna merki um það áður).

Það sem ég náði að gera án vandræða var að setja allt upp og þar með talið Steam og spila þá tvo leiki sem að ég spila reglulega, GTA IV og Left 4 Dead. Ég spilaði L4D online en ekki GTA IV, fór ekki það langt að reyna það en ég hefði verið til í að gera það þar sem að það var alveg þvílíkt vesen fyrir mig að spila online í PC útaf einhverj NAT too strict dæmi, sem að fór þegar ég opnaði fyrir UPnP í Windows firewall-inum.

Það sem að ég tók eftir og fannst frekar skrítið við Win 7 vara að ég náði PF Usage aldrei niðurfyrir 1gb, sem er alveg insanely hátt þar sem ég fór með það niður fyrir 500mb í XP og Vista tölvurnar á heimilinu eru flestar á svona 800-900mb.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Sydney
1+1=10
Póstar: 1108
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Reputation: 55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Win 7 vs XP

Pósturaf Sydney » Þri 31. Mar 2009 12:49

Punkbuster virkar ekki í W7 þannig að ekki er hægt að spila marga leiki á netinu.


Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 5900X | Corsair Vengeance RGB Pro 32GB 3200MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 500GB Samsung 980 Pro | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1550
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 217
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Win 7 vs XP

Pósturaf depill » Þri 31. Mar 2009 13:43

Þetta er nú ekki flókið, Win7 er ekki production system ( þess vegna er það í Beta, sem mætti eiginlega vera Alpha þegar Microsoft er annarssvegar ). Ég hef prófað kerfið það er mjög gott, margir góðir fídusar, en það eru svona nokkrir gallar sem þú getur rekist á.

Ef þið eruð að sækjast eftir stöðugleika ekki nota Win7, Microsoft er ekki búið að gefa það út, common það er ekki einu sinni kominn Service Pack :)

Ef þú ert að pæla í þægilegri vinnslu, notaði bara Vista eða XP. Sjálfur nota ég Vista.