Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.

Höfundur
djeimsbond
Fiktari
Póstar: 61
Skráði sig: Fös 04. Sep 2015 15:34
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf djeimsbond » Fös 04. Sep 2015 15:50

Er með til sölu Gigabyte Z97MX-gaming 5 móðurborð með bogna CPU socket pinna sem ég keypti í Tölvutek fyrir 2 dögum, en það vantaði CPU socket cover á móðurborðið og starfsmaðurinn í Tölvutek sagði að það hafi verið mér að kenna að coverið vantaði. Svo ég ætla að reyna að selja það endilega komið með tilboð.

Afsakið mig er nýr hérna.




atlithor
Nörd
Póstar: 110
Skráði sig: Sun 16. Nóv 2014 23:42
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf atlithor » Fös 04. Sep 2015 16:08

Hvað eru margir bognir pinnar? Það er hægt að laga þetta með þvi að fara i apotek og kaupa sprautu nál og setja uppá pinnana og begja þá varlega og þa gott að hafa stækkunargler við höndina einnig




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf AntiTrust » Fös 04. Sep 2015 16:09

Ertu að segja okkur að þú hafir fengið gallaða/ónýta vöru frá Tölvutek og þeir neiti að láta þig hafa nýja í staðinn?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7157
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1043
Staða: Ótengdur

Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf rapport » Fös 04. Sep 2015 16:31

AntiTrust skrifaði:Ertu að segja okkur að þú hafir fengið gallaða/ónýta vöru frá Tölvutek og þeir neiti að láta þig hafa nýja í staðinn?


nkl. það sem ég hugsaði...




rubey
Fiktari
Póstar: 74
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 00:39
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf rubey » Fös 04. Sep 2015 20:32

Tölvutek að neita að ábyrgjast hluti? Aldrei :roll:



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf Danni V8 » Fös 04. Sep 2015 20:47

Ég mynd ALDREI sætta mig við svona framkomu ef það er rétt að pinnarnir voru beyglaðir fyrir.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Stuffz
Kerfisstjóri
Póstar: 1256
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 88
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf Stuffz » Fös 04. Sep 2015 21:10

B vara?

Ég reyni að gera einfalt unboxing-video á sem flestu sem ég kaupi.. það er góð regla sem varaskeifa..

mæli með upptökugleraugum svo maður geti athafnað sig handfrjálst við að opna kassa o.s.f. líka fljótlegra og þægilegra en að setja eitthvað á þrífót, allavegana eitthvað í háskerpu við góð ljósskilyrði með góðri yfirferð á hlutinum og fylgihlutunum

http://www.ebay.com/itm/Walsoon-5MP-CMO ... 3f42ec3257

.líka ef er hlutur sem er með smágerðum fítusum sem sjást ekki vel á videói þá líka extra trygging í að taka nær-myndir með góðri myndavél/síma á meðan unboxing-vídeóinu stendur svo ekki hægt að segja að hafi verið tekið eftir að skemmd varð.

já og svo skila sem fyrst.

Better Super-safe than sorry :D


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
Rafskjótar: KS-16S, KS-S22. CAMS: Insta360 X3, FLOW, GO, ACE Pro. Skydio 2
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack


Höfundur
djeimsbond
Fiktari
Póstar: 61
Skráði sig: Fös 04. Sep 2015 15:34
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf djeimsbond » Lau 05. Sep 2015 12:33

AntiTrust skrifaði:Ertu að segja okkur að þú hafir fengið gallaða/ónýta vöru frá Tölvutek og þeir neiti að láta þig hafa nýja í staðinn?

Jebb




Höfundur
djeimsbond
Fiktari
Póstar: 61
Skráði sig: Fös 04. Sep 2015 15:34
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf djeimsbond » Lau 05. Sep 2015 12:34

atlithor skrifaði:Hvað eru margir bognir pinnar? Það er hægt að laga þetta með þvi að fara i apotek og kaupa sprautu nál og setja uppá pinnana og begja þá varlega og þa gott að hafa stækkunargler við höndina einnig

Ég reyndi það en sýndist 2 vera farnir



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf dori » Lau 05. Sep 2015 12:43

Þannig að þú ert basically að reyna að selja móðurborð sem er með ónýtu cpu socket? Hljómar frekar gagnslaust dót.

Ef þú fékkst gallaða vöru áttu rétt á nýrri. Farðu og talaðu við búðina sem seldi þér þetta.




vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 191
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf vesley » Lau 05. Sep 2015 12:58

djeimsbond skrifaði:
atlithor skrifaði:Hvað eru margir bognir pinnar? Það er hægt að laga þetta með þvi að fara i apotek og kaupa sprautu nál og setja uppá pinnana og begja þá varlega og þa gott að hafa stækkunargler við höndina einnig

Ég reyndi það en sýndist 2 vera farnir



Ef 2 pinnar eru farnir þá er móðurborðið ónýtt, öll móðurborð eru send til verslanna með loki yfir cpu socketinu og móðurborðin í einhverskonar innsigluðum poka og jafnvel kassinn innsiglaður. Þannig ef þetta er ekki B vara sem hefur ekki verið opnuð þá skil ég að sölumaður hafi haft allan grun á því að viðskiptavinur hafi klúðrað ísetningu örgjörvans og er að reyna að kenna versluninni um bilað móðurborð.

Þó ég hafi einfaldlega ekki hugmynd um hvort það sé svoleiðis í þessu tilviki og er ekki áætla neitt :)




Höfundur
djeimsbond
Fiktari
Póstar: 61
Skráði sig: Fös 04. Sep 2015 15:34
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf djeimsbond » Lau 05. Sep 2015 13:00

dori skrifaði:Þannig að þú ert basically að reyna að selja móðurborð sem er með ónýtu cpu socket? Hljómar frekar gagnslaust dót.

Ef þú fékkst gallaða vöru áttu rétt á nýrri. Farðu og talaðu við búðina sem seldi þér þetta.

Ég reyndi að skila því en kenndu mér um að socketið væri ónýtt og að tryggingin sem ég keypti væri ekki rétta tryggingin




Höfundur
djeimsbond
Fiktari
Póstar: 61
Skráði sig: Fös 04. Sep 2015 15:34
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf djeimsbond » Lau 05. Sep 2015 13:01

vesley skrifaði:
djeimsbond skrifaði:
atlithor skrifaði:Hvað eru margir bognir pinnar? Það er hægt að laga þetta með þvi að fara i apotek og kaupa sprautu nál og setja uppá pinnana og begja þá varlega og þa gott að hafa stækkunargler við höndina einnig

Ég reyndi það en sýndist 2 vera farnir



Ef 2 pinnar eru farnir þá er móðurborðið ónýtt, öll móðurborð eru send til verslanna með loki yfir cpu socketinu og móðurborðin í einhverskonar innsigluðum poka og jafnvel kassinn innsiglaður. Þannig ef þetta er ekki B vara sem hefur ekki verið opnuð þá skil ég að sölumaður hafi haft allan grun á því að viðskiptavinur hafi klúðrað ísetningu örgjörvans og er að reyna að kenna versluninni um bilað móðurborð.

Þó ég hafi einfaldlega ekki hugmynd um hvort það sé svoleiðis í þessu tilviki og er ekki áætla neitt :)

Þeir buðu mér tryggingu sem ég keypti en þegar ég reyndi að skila því komst í ljós að þetta hafi ekki verið rétta tryggingin heldur bara lenging af fríu trygginguni sem maður fær frá Gigabyte



Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3360
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf mercury » Lau 05. Sep 2015 13:48

Og varstu rukkadur um fria auka tryggingu hja gigabyte. Thetta er virkilega spes.



Skjámynd

Stuffz
Kerfisstjóri
Póstar: 1256
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 88
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf Stuffz » Lau 05. Sep 2015 14:09

mercury skrifaði:Og varstu rukkadur um fria auka tryggingu hja gigabyte. Thetta er virkilega spes.


ég held hann sé að segja framlenging á default tryggingunni

s.s. einsog 2 ár er default en þú borgar eitthvað extra og færð 3 ár þ.e.a.s. 1 ár í viðbót

framlenging er ekki sama og "kaskó" þar að leiðandi lengri en ekki yfirgripsmeiri.

Ég man hvernig þetta var fyrir 10-15 árum manni tókst að eyðileggja 1-2 móðurborð þar til maður fór að vera óeðlilega varkár í meðhöndlun á þeim enda reynslunni ríkari (en seðlunum fátækari).

alltaf vera með kassann uppá borði í góðri vinnuhæð með góðri lýsingu, vera yfirvegaður en ekki óþreyjufullur og ekki reyna að troða eitthverju að þegar þarf augljóslega að skrúfa og losa eitthvað frá til að komast almennilega að hlutum, ekki taka skammleiðir, of fáar eða of smáar skrúfur, og lítið thermal paste, of strekta kapla o.s.f.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
Rafskjótar: KS-16S, KS-S22. CAMS: Insta360 X3, FLOW, GO, ACE Pro. Skydio 2
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

Stuffz
Kerfisstjóri
Póstar: 1256
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 88
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf Stuffz » Lau 05. Sep 2015 14:10

tvítekið


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
Rafskjótar: KS-16S, KS-S22. CAMS: Insta360 X3, FLOW, GO, ACE Pro. Skydio 2
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack


Olli
Gúrú
Póstar: 573
Skráði sig: Sun 04. Mar 2007 14:19
Reputation: 25
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf Olli » Lau 05. Sep 2015 14:16

Eitt sem ég tek eftir, þú tekur það hvergi fram að þetta hafi ekki verið þín sök?




Höfundur
djeimsbond
Fiktari
Póstar: 61
Skráði sig: Fös 04. Sep 2015 15:34
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf djeimsbond » Lau 05. Sep 2015 14:19

Olli skrifaði:Eitt sem ég tek eftir, þú tekur það hvergi fram að þetta hafi ekki verið þín sök?

Mér finnst það ólíklegt að þetta hafi verið mín sök því ég bað vin minn um að setja hana saman því hann hefur gert það mörgu sinnum áður.




Olli
Gúrú
Póstar: 573
Skráði sig: Sun 04. Mar 2007 14:19
Reputation: 25
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf Olli » Lau 05. Sep 2015 16:12

Gott og vel, því er svo sem ekki að skipta þar sem þeir ættu ekki að saka þig um lygar, heldur skipta borðinu út




Simmithik
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Sun 02. Feb 2014 17:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf Simmithik » Fim 10. Sep 2015 18:23

Tel það vera litlar sem engar líkur á að borðið hafi komið sökkulskjaldarlaust, því miður er það rétt metið hjá tölvutek að bæta þetta ekki.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4174
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1306
Staða: Ótengdur

Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf Klemmi » Fim 10. Sep 2015 18:40

Simmithik skrifaði:Tel það vera litlar sem engar líkur á að borðið hafi komið sökkulskjaldarlaust, því miður er það rétt metið hjá tölvutek að bæta þetta ekki.


Ekki útiloka þann möguleika að Tölvutek hafi selt honum notaða vöru sem nýja.

Lenti í því fyrir stuttu að fá til mín tölvu keypta frá þeim sem nýja og var beðin um að setja SSD disk í hana. Eigandinn hafði ekki opnað kassann, en þegar ég tók tölvuna upp úr þá var augljóst að hún var ekki ný. Hún var með helling af fingraförum, var ekkert plast yfir skjábazelnum, snúran á hleðslutækinu ekkert fest saman o.s.frv.

Þegar ég opnaði geisladrifið var hellingur af kuski í því og svo kom loksins að því að ég tók lokið undan botninum á tölvunni, að þá var innsigli frá framleiðanda rofið. Það var því nokkuð augljóst að þetta var tölva sem hafði verið notuð, viðgerð og seld aftur. Þegar ég kveikti á tölvunni fór hún ekki í uppsetningarferli heldur var uppsett með notandanum "Notandi", og diskurinn partitionaður sem 500GB diskur en ekki 1TB líkt og var í tölvunni.

Til að gera langa sögu stutta, þá virðast þeir ekki einu sinni hafa reynt að fela það að þetta væri notuð tölva, en selja hana samt sem nýja. Ég stórefast um að þetta sé eina tilfellið og kæmi mér því ekkert á óvart þó að þeir hafi selt þetta móðurborð sem nýtt, þrátt fyrir að það væri notað/viðgert, og hafi ekki látið sökkulskjöldin á þegar þeir pökkuðu því niður.

Ég myndi ekki gefa þetta eftir, þetta er 25þús krónur og það er nokkuð gefið að þú færð lítið fyrir þetta borð í því ástandi sem það er.




gutti
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Reputation: 44
Staðsetning: REYKJAVIK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf gutti » Fös 11. Sep 2015 08:52

spurning reyna aftur að tala við þá annars mundi ég mæla að tala við ns.is :-k



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3755
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf Pandemic » Fös 11. Sep 2015 08:56

Klemmi skrifaði:
Simmithik skrifaði:Tel það vera litlar sem engar líkur á að borðið hafi komið sökkulskjaldarlaust, því miður er það rétt metið hjá tölvutek að bæta þetta ekki.


Ekki útiloka þann möguleika að Tölvutek hafi selt honum notaða vöru sem nýja.

Lenti í því fyrir stuttu að fá til mín tölvu keypta frá þeim sem nýja og var beðin um að setja SSD disk í hana. Eigandinn hafði ekki opnað kassann, en þegar ég tók tölvuna upp úr þá var augljóst að hún var ekki ný. Hún var með helling af fingraförum, var ekkert plast yfir skjábazelnum, snúran á hleðslutækinu ekkert fest saman o.s.frv.

Þegar ég opnaði geisladrifið var hellingur af kuski í því og svo kom loksins að því að ég tók lokið undan botninum á tölvunni, að þá var innsigli frá framleiðanda rofið. Það var því nokkuð augljóst að þetta var tölva sem hafði verið notuð, viðgerð og seld aftur. Þegar ég kveikti á tölvunni fór hún ekki í uppsetningarferli heldur var uppsett með notandanum "Notandi", og diskurinn partitionaður sem 500GB diskur en ekki 1TB líkt og var í tölvunni.

Til að gera langa sögu stutta, þá virðast þeir ekki einu sinni hafa reynt að fela það að þetta væri notuð tölva, en selja hana samt sem nýja. Ég stórefast um að þetta sé eina tilfellið og kæmi mér því ekkert á óvart þó að þeir hafi selt þetta móðurborð sem nýtt, þrátt fyrir að það væri notað/viðgert, og hafi ekki látið sökkulskjöldin á þegar þeir pökkuðu því niður.

Ég myndi ekki gefa þetta eftir, þetta er 25þús krónur og það er nokkuð gefið að þú færð lítið fyrir þetta borð í því ástandi sem það er.


Það var þannig þegar ég var að vinna þarna í denn mjög algengt að þýskar/danskar/bandarískar tölvur voru keyptar inn, teknar úr kassanum og diskanir settir í dokku og fresh stýrikerfi clone-að á þá. Svo voru límmiðar límdir á lyklaborðin.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4174
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1306
Staða: Ótengdur

Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf Klemmi » Fös 11. Sep 2015 09:17

Pandemic skrifaði:Það var þannig þegar ég var að vinna þarna í denn mjög algengt að þýskar/danskar/bandarískar tölvur voru keyptar inn, teknar úr kassanum og diskanir settir í dokku og fresh stýrikerfi clone-að á þá. Svo voru límmiðar límdir á lyklaborðin.


Það hefur ekkert með þetta að gera... það er auðvitað eðlilegt að taka tölvuna upp til að setja límmiða á lyklaborð :)

Hins vegar er ekki líklegt að við slíka vinnu sé tölvan opnuð það mikið upp að innsigli sé rofið (á þessari tölvu þurfti ekki að rjúfa innsigli til að komast í harðan disk), dreift kuski í geisladrifið, tekið plast af skjábazel (sem ég veit fyrir víst að er á nýjum svona vélum) o.s.frv.

Þetta var notuð tölva, það er engin spurning. Spurningin er hversu mikið notuð, og hvernig viðgerð hún hefur þurft.




playman
Vaktari
Póstar: 2000
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 72
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Er að selja gallað Gigabyte GA-Z97MX-Gaming 5 móðurborð

Pósturaf playman » Fös 11. Sep 2015 10:16

Klemmi skrifaði:
Pandemic skrifaði:Hins vegar er ekki líklegt að við slíka vinnu sé tölvan opnuð það mikið upp að innsigli sé rofið (á þessari tölvu þurfti ekki að rjúfa innsigli til að komast í harðan disk), dreift kuski í geisladrifið, tekið plast af skjábazel (sem ég veit fyrir víst að er á nýjum svona vélum) o.s.frv.

Þetta var notuð tölva, það er engin spurning. Spurningin er hversu mikið notuð, og hvernig viðgerð hún hefur þurft.

Það á nú að vera hægt að sjá hversu mikið vélin er notuð er það ekki?
Er ekki hægt að skoða líftíma harðadisksins og svo líftíma vélarinnar í BIOS?


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9