Reglurnar

Þessar reglur eru til að gera spjallid.is. betra og þægilegra í notkun. Ef allir reyna að fara eftir þeim verður spjallið mun betri staður til að fræðast og spjalla um tölvur og allt þeim tengt.

  1. Almennar reglur

    1. Bréf skulu hafa lýsandi titla, vandaða uppsetningu og ekki má pósta sama bréfi í marga flokka eða í mörgum eintökum. #
    2. Óheimilt er að eyða upprunalegu innihaldi bréfa eða titlum þeirra.
      „Breyta“ takkinn er til þess að leiðrétta bréf eða bæta við þau. Bannað er að breyta innihaldi eða tiltum bréfa í „Eyða“ eða „Má eyða“, það má setja [Selt] eða [Hætt við sölu] fyrir framan titil eða bæta við bréfið. Við brot á þessari reglu fær notandi aðvörun, við ítrekuð verður notandi bannaður.
      #
    3. Persónuníð og órökstuddur rógburður er með öllu ólíðandi og getur leitt af sér bann af spjallborðinu. #
    4. Mest má "bump'a" þræði 1x á 24 klst. fresti, en ekki oftar. #
    5. Bannað er að misnota spjallborðið til eigin þágu, t.d. með birtingu "referral links" eða leikja á Facebook eða sambærilegu. #
    6. Umsjónarmenn spjallborðsins hafa allan rétt á að skipta sér af og leiðrétta umræður þar sem ofantaldar reglur eru brotnar. #
    7. Vaktin.is er samfélag en ekki fjölmiðill skv. skilgreiningu Fjölmiðlanefndar og er því ekki hægt að draga vaktin.is til ábyrgðar fyrir orðum eða gjörðum notenda vefsins. Vaktin.is ber enga ábyrgð á því innihaldi sem kemur frá notendum vefsins. Hver og einn notandi ber ábyrgð á því sem hann gerir eða segir. Vaktin.is ber sömuleiðis ekki ábyrgð á neinum þeim viðskiptum sem fara fram á söluborði vefsins. #
  2. Sölureglur

    1. Þú selur einungis vöru sem þú löglega átt. #
    2. Vaktin.is ber enga ábyrgð á viðskiptum sem hér fara fram. #
    3. Óheimilt er að selja stolinn hugbúnað. #
    4. Óheimilt er að vitna í aðrar sölusíður. #
    5. Einstaklingar auglýsa frítt, fyrirtæki eða einstaklingar sem selja vörur eða þjónustu í atvinnuskyni kaupa auglýsingapláss. #
    6. Einungis má endurnýja þræði („bump“) á 24 klst. fresti. #
    7. Nauðsynlegt er að taka fram: Lýsing á vörunni, ástand, aldur, hlekkir á vöru eða ljósmynd af henni. #
    8. Stranglega er bannað að breyta eða eyða meginmáli í upphafsinnleggi þannig að það slíti þráðinn úr samhengi. #
    9. Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteisi er krafist af þeim. #